„Er og verð alltaf KR-ingur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 19:35 Jón Arnór Stefánsson gekk í raðir Vals í dag og skrifaði undir eins árs samning á Hlíðarenda. Það virðist því sem hans síðasta tímabil á körfuboltaferlinum verður því einnig hans fyrsta með öðru liði en KR hér á landi. Rætt var við Jón Arnór í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld og sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. „Þetta er stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka þessa ákvörðun. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta en svo fann ég það bara sjálfur að ég var ekki alveg tilbúinn til þess. Ég finn það bara að ég verð að komast inn á völlinn að keppa,“ sagði Jón Arnór er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hann að Hlíðarenda fyrr í dag. Jón Arnór hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. „Mér finnst vera kynslóðaskipti í KR og leið kannski eins og ég þyrfti á einhverri breytingu að halda. Það var aðallega bara það og því var þessi ákvörðun tekin. Ég er og verð alltaf KR-ingur. Hef átt yndislegan tíma þar og kveð þá með söknuði en svona er þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrst og fremst fyrir sjálfan mig,“ sagði Jón en hann hefur fimm sinnum landað Íslandsmeistaratitlinum með KR. „Ég hefði líklega hætt bara ef ég hefði ekki skipt um lið. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona. Er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila og prófa eitthvað nýtt á Íslandi. Svo ætla ég bara að njóta þess að spila, “ sagði Jón einnig. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Jón Arnór mætti í Sportið í kvöld hjá Rikka G. og gaf það út að hann myndi aldrei spila með öðru liði en KR. Eflaust spilar inn í ákvörðun Jóns að Finnur Freyr Stefánsson – fyrrum þjálfari KR – er nýráðinn þjálfari Vals og að Pavel Ermolinskij, fyrrum samherji hjá KR og landsliðinu, er einnig á mála hjá félaginu. „Fyrst og fremst frábært fyrir körfuknattleiksdeild Vals að fá þennan leikmann. Sýnir þann metnað sem er í gangi á Hlíðarenda og segir sitt um félagið. Við erum í leiðinni að reyna breyta hvernig fólk sér Val. Reyna að gera betur og bæta, þetta er stórt skref í þá átt,“ sagði Finnur Freyr er Svava ræddi við hann í dag. „Þetta tekur tíma. Það er stórt stökk að fara úr því að vera „jójó-lið“ milli fyrstu og úrvalsdeildar í að ætla sér í úrslitakeppnina.“ „Við Jón unnum vel saman í KR og með landsliðinu og erum góðir félagar. Þegar ég hætti í KR vorum við leiðir yfir því að samstarfi okkar væri lokið en þegar var möguleiki á því að halda því áfram þá þróaðist þetta áfram og fagna því að geta átt eitt ár í viðbót með Jóni,“ sagði Finnur að lokum. Dominos-deild karla Valur Sportpakkinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Segja Jón Arnór vera á leiðinni til Vals Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. 4. ágúst 2020 20:30 Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson gekk í raðir Vals í dag og skrifaði undir eins árs samning á Hlíðarenda. Það virðist því sem hans síðasta tímabil á körfuboltaferlinum verður því einnig hans fyrsta með öðru liði en KR hér á landi. Rætt var við Jón Arnór í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld og sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. „Þetta er stór ákvörðun, ég viðurkenni það, og það var erfitt að taka þessa ákvörðun. Ég var eiginlega búinn að taka ákvörðun um að hætta en svo fann ég það bara sjálfur að ég var ekki alveg tilbúinn til þess. Ég finn það bara að ég verð að komast inn á völlinn að keppa,“ sagði Jón Arnór er Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við hann að Hlíðarenda fyrr í dag. Jón Arnór hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. „Mér finnst vera kynslóðaskipti í KR og leið kannski eins og ég þyrfti á einhverri breytingu að halda. Það var aðallega bara það og því var þessi ákvörðun tekin. Ég er og verð alltaf KR-ingur. Hef átt yndislegan tíma þar og kveð þá með söknuði en svona er þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrst og fremst fyrir sjálfan mig,“ sagði Jón en hann hefur fimm sinnum landað Íslandsmeistaratitlinum með KR. „Ég hefði líklega hætt bara ef ég hefði ekki skipt um lið. Það finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf. Langaði að spila eitt ár í viðbót og þá varð þetta að vera svona. Er fyrst og fremst spenntur fyrir því að fá að spila og prófa eitthvað nýtt á Íslandi. Svo ætla ég bara að njóta þess að spila, “ sagði Jón einnig. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Jón Arnór mætti í Sportið í kvöld hjá Rikka G. og gaf það út að hann myndi aldrei spila með öðru liði en KR. Eflaust spilar inn í ákvörðun Jóns að Finnur Freyr Stefánsson – fyrrum þjálfari KR – er nýráðinn þjálfari Vals og að Pavel Ermolinskij, fyrrum samherji hjá KR og landsliðinu, er einnig á mála hjá félaginu. „Fyrst og fremst frábært fyrir körfuknattleiksdeild Vals að fá þennan leikmann. Sýnir þann metnað sem er í gangi á Hlíðarenda og segir sitt um félagið. Við erum í leiðinni að reyna breyta hvernig fólk sér Val. Reyna að gera betur og bæta, þetta er stórt skref í þá átt,“ sagði Finnur Freyr er Svava ræddi við hann í dag. „Þetta tekur tíma. Það er stórt stökk að fara úr því að vera „jójó-lið“ milli fyrstu og úrvalsdeildar í að ætla sér í úrslitakeppnina.“ „Við Jón unnum vel saman í KR og með landsliðinu og erum góðir félagar. Þegar ég hætti í KR vorum við leiðir yfir því að samstarfi okkar væri lokið en þegar var möguleiki á því að halda því áfram þá þróaðist þetta áfram og fagna því að geta átt eitt ár í viðbót með Jóni,“ sagði Finnur að lokum.
Dominos-deild karla Valur Sportpakkinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir „Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29 Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14 Segja Jón Arnór vera á leiðinni til Vals Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. 4. ágúst 2020 20:30 Mest lesið Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
„Finnst öllum galið að ég sé að skipta um lið en þetta er minn ferill og mitt líf“ Jón Arnór Stefánsson, nýr leikmaður Vals, segir að hann hefði líklega hætt ef hann hefði ekki skipt um lið þar sem hann fengi nýja áskorun. 5. ágúst 2020 12:29
Staðfesta félagaskipti Jóns Arnórs til Vals: „Ótrúlega sérstakt að kveðja KR í bili“ Valsmenn halda áfram að safna liði fyrir átökin í Domino's deild karla næsta vetur. Sjálfur Jón Arnór Stefánsson er mættur á Hlíðarenda. 5. ágúst 2020 09:14
Segja Jón Arnór vera á leiðinni til Vals Jón Arnór Stefánsson gæti mögulega leikið með Val í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. 4. ágúst 2020 20:30