Sport

Fjallið heldur á­fram að boxa og kílóin fjúka af honum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hafþór Júlíus er að fara berjast á næsta ári og er að komast í gott form.
Hafþór Júlíus er að fara berjast á næsta ári og er að komast í gott form. mynd/instagram

Þó að það sé eitt ár þangað til að Hafþór Júlíus Björnsson mun berjast í boxhringnum í fyrsta sinn er hann byrjaður að æfa fyrir bardagann.

Fjallið ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að mæta eins undirbúinn og hægt er, þegar hann berst við Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári, nánar tiltekið í september.

Hafþór Júlíus birti mynd á Instagram-síðu sína í gær þar sem hann skrifaði „Beast mode“ og bætti svo við: „Líkamsfitan hefur verið á niðurleið undanfarið. Allur svitinn í boxinu hefur borgað sig,“ bætti hann við.

Fjallið hefur verið duglegur að leyfa fylgjendum sínum að sjá frá æfingum sínum en talið er að þeir Hafþór og Eddie fái tug milljón fyrir bardagann á næsta ári.

Hafþór er orðinn 180 kíló, skrifar hann í athugasemd við færsluna, en nú er hann þó með augun á Sterkasti maður Íslands um næstu helgi. Þar á Fjallið titil að verja en keppnin þetta árið fer fram á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×