Körfubolti

Segja Jón Arnór vera á leiðinni til Vals

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mun Jón Arnór leika með Val á næstu leiktíð?
Mun Jón Arnór leika með Val á næstu leiktíð? Vísir/Bára

Orðrómar eru á kreiki að Jón Arnór Stefánsson - einn albesti körfuboltamaður Íslands fyrr og síðar - gæti fært sig um set og leikið með Val á komandi leiktíð í Domino´s deildinni.

Þetta hefur Karfan.is eftir áreiðanlegum heimildum síðunnar.

Jón Arnór hefur leikið allan sinn feril hér á landi með KR og er fimmfaldur Íslandsmeistari með liðinu. Þá lék hann sem atvinnumaður í Evrópu í alls 13 tímabil. Jón Arnór vann Evrópudeild FIBA með rússneska liðinu Dynamo Saint frá Pétursborg árið 2005. Hann hefur tólf sinnum verið kjörinn körfuboltamaður ársins hér á landi ásamt því að vera valinn íþróttamaður ársins árið 2014.

Miklar hræringar eru í íslenskum körfubolta þessa dagana og Valsmenn eru að safna liði. Fyrrum þjálfari Jóns hjá KR - Finnur Freyr Stefánsson - er tekinn við stjórnartaumunum á Hlíðarenda. Þá er Pavel Ermolinskij, góðvinur Jóns, á  mála hjá félaginu.

Jón verður 38 ára gamall í vetur og hefur hann ætlað að leggja skóna á hilluna undanfarin tvö ár. Í bæði skiptin hefur hann hætt við og nú virðist sem mögulega verði hans síðasta tímabil einnig hans fyrsta í öðru liði en KR hér á landi.

Einnig er talið að Helgi Már Magnússon gæti skipt úr KR yfir í Val. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.