Rainn Wilson og Stjörnu-Sævar spjalla um loftslagsvána Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2020 08:05 Sævar Helgi og Rainn Wilson rölta eftir Tryggvagötunni og spjalla um loftslagsmál. Skjáskot/YouTube Leikarinn Rainn Wilson, sem er best þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Dwight Schrute í þáttunum The Office, spjallaði við Sævar Helga Bragason, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, í fyrsta þætti þáttaraðarinnar Don‘t Be An Idiot sem birtur var á YouTube í gær. Í þáttunum fjallar Wilson um loftslagsmál og breytingar þess en í þessum þætti heimsótti hann Ísland. Í þættinum er Wilson fylgt á ferðalagi um Ísland þar sem hann leitast eftir svörum um loftslagsbreytingar og tók hann Sævar Helga á tal, en Sævar er mikill loftslagsaðgerðarsinni og vakti hann meðal annars mikla athygli fyrir þættina Hvað höfum við gert sem sýndir voru á RÚV í fyrra. „Fyrst þú ert íslenski sérfræðingurinn og ég er að hefja þessa vegferð mína, útskýrðu fyrir mér hverjir tíu mikilvægustu punktarnir eru þegar kemur að loftslagsbreytingum,“ segir Wilson í upphafi spjallsins við Sævar. Sævar og Wilson við Kirkjustræti.Skjáskot/YouTube „Ástæðan er fyrst og fremst sú að við erum að brenna jarðefnaeldsneyti sem við sækjum djúpt ofan í jörðina og pumpum svo út í andrúmsloftið. Það myndar eins konar teppi í kring um jörðina sem leiðir til hlýrra loftslags. Meðalhiti jarðarinnar er að hækka og þegar hann hækkar leiðir það til að mynda til öfgafyllra veðurs og súrnunar sjávar,“ svarar Sævar. Félagarnir halda áfram loftslagsspjallinu á meðan þeir rölta um miðbæ Reykjavíkur og ganga þeir um Austurvöll, Austurstræti og fleiri þekktar götur Reykjavíkur. Sævar heldur áfram upptalningu á því sem hefur mikil áhrif á loftslagið og nefnir hann þar meðal annars skógareyðingu, hve mikið rusl við framleiðum, að borða rautt kjöt og aðra neyslu. „Kannski þurfum við bara að hægja aðeins á okkur, neyta minna. Við þurfum ekki að fylla húsin okkar af rusli sem við notum ekki einu sinni. Eins og til dæmis, ég veit ekki hvað þú átt marga vasa heima en eru blóm í þeim öllum alltaf?“ spyr Sævar. „Ég á svona sex blómavasa sem ég nota aldrei,“ svarar Wilson. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Greta hlaut 160 milljóna króna verðlaun Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg hlaut í gær portúgölsku Gulbenkian-verðlaunin fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni 21. júlí 2020 07:54 Loftslagsváin - hvert er hlutverk almennings Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. 16. júlí 2020 15:57 Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. 16. júlí 2020 12:40 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Leikarinn Rainn Wilson, sem er best þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk Dwight Schrute í þáttunum The Office, spjallaði við Sævar Helga Bragason, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, í fyrsta þætti þáttaraðarinnar Don‘t Be An Idiot sem birtur var á YouTube í gær. Í þáttunum fjallar Wilson um loftslagsmál og breytingar þess en í þessum þætti heimsótti hann Ísland. Í þættinum er Wilson fylgt á ferðalagi um Ísland þar sem hann leitast eftir svörum um loftslagsbreytingar og tók hann Sævar Helga á tal, en Sævar er mikill loftslagsaðgerðarsinni og vakti hann meðal annars mikla athygli fyrir þættina Hvað höfum við gert sem sýndir voru á RÚV í fyrra. „Fyrst þú ert íslenski sérfræðingurinn og ég er að hefja þessa vegferð mína, útskýrðu fyrir mér hverjir tíu mikilvægustu punktarnir eru þegar kemur að loftslagsbreytingum,“ segir Wilson í upphafi spjallsins við Sævar. Sævar og Wilson við Kirkjustræti.Skjáskot/YouTube „Ástæðan er fyrst og fremst sú að við erum að brenna jarðefnaeldsneyti sem við sækjum djúpt ofan í jörðina og pumpum svo út í andrúmsloftið. Það myndar eins konar teppi í kring um jörðina sem leiðir til hlýrra loftslags. Meðalhiti jarðarinnar er að hækka og þegar hann hækkar leiðir það til að mynda til öfgafyllra veðurs og súrnunar sjávar,“ svarar Sævar. Félagarnir halda áfram loftslagsspjallinu á meðan þeir rölta um miðbæ Reykjavíkur og ganga þeir um Austurvöll, Austurstræti og fleiri þekktar götur Reykjavíkur. Sævar heldur áfram upptalningu á því sem hefur mikil áhrif á loftslagið og nefnir hann þar meðal annars skógareyðingu, hve mikið rusl við framleiðum, að borða rautt kjöt og aðra neyslu. „Kannski þurfum við bara að hægja aðeins á okkur, neyta minna. Við þurfum ekki að fylla húsin okkar af rusli sem við notum ekki einu sinni. Eins og til dæmis, ég veit ekki hvað þú átt marga vasa heima en eru blóm í þeim öllum alltaf?“ spyr Sævar. „Ég á svona sex blómavasa sem ég nota aldrei,“ svarar Wilson. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Greta hlaut 160 milljóna króna verðlaun Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg hlaut í gær portúgölsku Gulbenkian-verðlaunin fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni 21. júlí 2020 07:54 Loftslagsváin - hvert er hlutverk almennings Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. 16. júlí 2020 15:57 Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. 16. júlí 2020 12:40 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Greta hlaut 160 milljóna króna verðlaun Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg hlaut í gær portúgölsku Gulbenkian-verðlaunin fyrir baráttu sína gegn loftslagsvánni 21. júlí 2020 07:54
Loftslagsváin - hvert er hlutverk almennings Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. 16. júlí 2020 15:57
Leiðtogar heimsins hafi gefist upp á að bæta framtíð komandi kynslóða Greta Thunberg og aðrir aðgerðasinnar birtu í dag opið bréf til leiðtoga heimsins þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. 16. júlí 2020 12:40