Loftslagsváin - hvert er hlutverk almennings Böðvar Jónsson skrifar 16. júlí 2020 15:57 Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. Þetta á við um heimsfaraldurinn sem Covid 19 veiran býður upp á, faraldur sem ekki sér fyrir endann á. Fjölmiðlar greina daglega frá stöðunni ekki bara hér á landi heldur vítt um heimsbyggðina. Við þessar aðstæður er kannski ekki að undra þótt annað stórmál falli í skuggann, en sem ekki er síður knýjandi að takast á við. Þetta er loftslagsváin og hlýnun jarðar. Þrátt fyrir lát á fréttum og upplýsingagjöf mallar þessi vandi eins og djúpstæð sýking í líkama heimsins. Við vorum svo lánssöm að um margra mánaða skeið hélt ung sænsk stúlka með einstæðum hætti og hugrekki athygli okkar vakandi varðandi þetta mál. Hún minnti okkur á stúlkuna í sögu H.C. Andersen um nýju fötin keisarans þegar í ljós kom að þrátt fyrir sáttmála og hástemmdar yfirlýsingar þjóðarleiðtoga um aðgerðir og stefnumarkanir þá stóðu þeir eins og keisarinn forðum naktir og klæðlausir frammi fyrir mannkyninu þegar kom að efnd loforðanna um lausn vandans. Enn og aftur er eining lyfið og lausnarorðið. Við sem erum nógu gömul munum þá tíma þegar íslendingar keyrðu um á gömlum og slitnum bílum en þá þurfti oft að kalla til hóp til að ýta í gang. Þá réðist árangurinn af því að vera samtaka og að allir ýttu í sömu átt. Í bókinni „Persuit of HOPE, A guide for the seeker“, talar vistfræðingurinn Arthur Lyon Dahl til okkar sem einstaklinga sem byggja þennan heim og bendir okkur á leiðir til að leggja af mörkum sem einstaklingar eða hópar með samstillt markmið gegn ýmsum meinsemdum vestræns neyslusamfélags. Að talað sé til okkar, íbúa heimsins, sem einstaklinga í þeim tilgangi að samstilla kraftana til að takast á við aðsteðjandi vanda er ekki nýtt, slíkt gerðist 1992 í tengslum við Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó um sjálfbæra þróun. Þá varð til Dagskrá 21 sem var framkvæmdaáætlun um málefni ráðstefnunnar, undirrituð af fulltrúum 179 þjóða. Samþykktinni var ætlað að vekja þjóðir heims til vitundar um að vinna að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Þegar ljóst varð að Dagskrá 21 væri ekki nægilega mótuð fyrir hvert samfélag var samin Staðardagskrá 21 sem sveitarstjórnir gátu stuðst við. Þannig var stefnt að því að ná til grasrótarinnar. Á þessum tíma urðu til einkunnarorðin: Hugsaðu hnattrænt framkvæmdu heima. (Think globally act locally.) Ráðstefnan í Ríó átti sína „Gretu Thunberg“ en hún hét annað, hún hét Severn Cullis-Suzuki. Tólf ára flutti hún ræðu yfir leiðtogum þjóðanna í Ríó. Ræðuna má enn finna á netinu. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það verði ekki leiðtogar þjóðanna sem leysi þau heimsvíðu knýjandi verkefni sem við blasa. Meðal þeirra er óeiningin og togstreitan um auð og völd of rótgróin. Þetta eru mest rígfullorðnir karlmenn fastir í gömlum tíma og gömlum stjórnarháttum en undantekninguna sem sannar regluna má finna í kvenleiðtoga á suðurhveli jarðar. Við blasir að grasrót mannkynsins verði að koma til skjalanna því stóru ráðstefnurnar og sáttmálarnir sem leiðtogarnir hafa undirritað við hátíðlegar athafnir hafa einfaldlega ekki skilað þeim árangri sem við þegnarnir ætlumst til. Einmitt í dag birta fjölmiðlar frétt frá grasrótinni. Greta Thunberg ásamt fjölda aðgerðasinna senda leiðtogum heimsins opið bréf, þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Í tengslum við fréttina er almenningi boðið upp á að undirrita bréfið. Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. Þetta á við um heimsfaraldurinn sem Covid 19 veiran býður upp á, faraldur sem ekki sér fyrir endann á. Fjölmiðlar greina daglega frá stöðunni ekki bara hér á landi heldur vítt um heimsbyggðina. Við þessar aðstæður er kannski ekki að undra þótt annað stórmál falli í skuggann, en sem ekki er síður knýjandi að takast á við. Þetta er loftslagsváin og hlýnun jarðar. Þrátt fyrir lát á fréttum og upplýsingagjöf mallar þessi vandi eins og djúpstæð sýking í líkama heimsins. Við vorum svo lánssöm að um margra mánaða skeið hélt ung sænsk stúlka með einstæðum hætti og hugrekki athygli okkar vakandi varðandi þetta mál. Hún minnti okkur á stúlkuna í sögu H.C. Andersen um nýju fötin keisarans þegar í ljós kom að þrátt fyrir sáttmála og hástemmdar yfirlýsingar þjóðarleiðtoga um aðgerðir og stefnumarkanir þá stóðu þeir eins og keisarinn forðum naktir og klæðlausir frammi fyrir mannkyninu þegar kom að efnd loforðanna um lausn vandans. Enn og aftur er eining lyfið og lausnarorðið. Við sem erum nógu gömul munum þá tíma þegar íslendingar keyrðu um á gömlum og slitnum bílum en þá þurfti oft að kalla til hóp til að ýta í gang. Þá réðist árangurinn af því að vera samtaka og að allir ýttu í sömu átt. Í bókinni „Persuit of HOPE, A guide for the seeker“, talar vistfræðingurinn Arthur Lyon Dahl til okkar sem einstaklinga sem byggja þennan heim og bendir okkur á leiðir til að leggja af mörkum sem einstaklingar eða hópar með samstillt markmið gegn ýmsum meinsemdum vestræns neyslusamfélags. Að talað sé til okkar, íbúa heimsins, sem einstaklinga í þeim tilgangi að samstilla kraftana til að takast á við aðsteðjandi vanda er ekki nýtt, slíkt gerðist 1992 í tengslum við Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó um sjálfbæra þróun. Þá varð til Dagskrá 21 sem var framkvæmdaáætlun um málefni ráðstefnunnar, undirrituð af fulltrúum 179 þjóða. Samþykktinni var ætlað að vekja þjóðir heims til vitundar um að vinna að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Þegar ljóst varð að Dagskrá 21 væri ekki nægilega mótuð fyrir hvert samfélag var samin Staðardagskrá 21 sem sveitarstjórnir gátu stuðst við. Þannig var stefnt að því að ná til grasrótarinnar. Á þessum tíma urðu til einkunnarorðin: Hugsaðu hnattrænt framkvæmdu heima. (Think globally act locally.) Ráðstefnan í Ríó átti sína „Gretu Thunberg“ en hún hét annað, hún hét Severn Cullis-Suzuki. Tólf ára flutti hún ræðu yfir leiðtogum þjóðanna í Ríó. Ræðuna má enn finna á netinu. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það verði ekki leiðtogar þjóðanna sem leysi þau heimsvíðu knýjandi verkefni sem við blasa. Meðal þeirra er óeiningin og togstreitan um auð og völd of rótgróin. Þetta eru mest rígfullorðnir karlmenn fastir í gömlum tíma og gömlum stjórnarháttum en undantekninguna sem sannar regluna má finna í kvenleiðtoga á suðurhveli jarðar. Við blasir að grasrót mannkynsins verði að koma til skjalanna því stóru ráðstefnurnar og sáttmálarnir sem leiðtogarnir hafa undirritað við hátíðlegar athafnir hafa einfaldlega ekki skilað þeim árangri sem við þegnarnir ætlumst til. Einmitt í dag birta fjölmiðlar frétt frá grasrótinni. Greta Thunberg ásamt fjölda aðgerðasinna senda leiðtogum heimsins opið bréf, þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Í tengslum við fréttina er almenningi boðið upp á að undirrita bréfið. Höfundur er lyfjafræðingur.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun