Loftslagsváin - hvert er hlutverk almennings Böðvar Jónsson skrifar 16. júlí 2020 15:57 Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. Þetta á við um heimsfaraldurinn sem Covid 19 veiran býður upp á, faraldur sem ekki sér fyrir endann á. Fjölmiðlar greina daglega frá stöðunni ekki bara hér á landi heldur vítt um heimsbyggðina. Við þessar aðstæður er kannski ekki að undra þótt annað stórmál falli í skuggann, en sem ekki er síður knýjandi að takast á við. Þetta er loftslagsváin og hlýnun jarðar. Þrátt fyrir lát á fréttum og upplýsingagjöf mallar þessi vandi eins og djúpstæð sýking í líkama heimsins. Við vorum svo lánssöm að um margra mánaða skeið hélt ung sænsk stúlka með einstæðum hætti og hugrekki athygli okkar vakandi varðandi þetta mál. Hún minnti okkur á stúlkuna í sögu H.C. Andersen um nýju fötin keisarans þegar í ljós kom að þrátt fyrir sáttmála og hástemmdar yfirlýsingar þjóðarleiðtoga um aðgerðir og stefnumarkanir þá stóðu þeir eins og keisarinn forðum naktir og klæðlausir frammi fyrir mannkyninu þegar kom að efnd loforðanna um lausn vandans. Enn og aftur er eining lyfið og lausnarorðið. Við sem erum nógu gömul munum þá tíma þegar íslendingar keyrðu um á gömlum og slitnum bílum en þá þurfti oft að kalla til hóp til að ýta í gang. Þá réðist árangurinn af því að vera samtaka og að allir ýttu í sömu átt. Í bókinni „Persuit of HOPE, A guide for the seeker“, talar vistfræðingurinn Arthur Lyon Dahl til okkar sem einstaklinga sem byggja þennan heim og bendir okkur á leiðir til að leggja af mörkum sem einstaklingar eða hópar með samstillt markmið gegn ýmsum meinsemdum vestræns neyslusamfélags. Að talað sé til okkar, íbúa heimsins, sem einstaklinga í þeim tilgangi að samstilla kraftana til að takast á við aðsteðjandi vanda er ekki nýtt, slíkt gerðist 1992 í tengslum við Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó um sjálfbæra þróun. Þá varð til Dagskrá 21 sem var framkvæmdaáætlun um málefni ráðstefnunnar, undirrituð af fulltrúum 179 þjóða. Samþykktinni var ætlað að vekja þjóðir heims til vitundar um að vinna að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Þegar ljóst varð að Dagskrá 21 væri ekki nægilega mótuð fyrir hvert samfélag var samin Staðardagskrá 21 sem sveitarstjórnir gátu stuðst við. Þannig var stefnt að því að ná til grasrótarinnar. Á þessum tíma urðu til einkunnarorðin: Hugsaðu hnattrænt framkvæmdu heima. (Think globally act locally.) Ráðstefnan í Ríó átti sína „Gretu Thunberg“ en hún hét annað, hún hét Severn Cullis-Suzuki. Tólf ára flutti hún ræðu yfir leiðtogum þjóðanna í Ríó. Ræðuna má enn finna á netinu. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það verði ekki leiðtogar þjóðanna sem leysi þau heimsvíðu knýjandi verkefni sem við blasa. Meðal þeirra er óeiningin og togstreitan um auð og völd of rótgróin. Þetta eru mest rígfullorðnir karlmenn fastir í gömlum tíma og gömlum stjórnarháttum en undantekninguna sem sannar regluna má finna í kvenleiðtoga á suðurhveli jarðar. Við blasir að grasrót mannkynsins verði að koma til skjalanna því stóru ráðstefnurnar og sáttmálarnir sem leiðtogarnir hafa undirritað við hátíðlegar athafnir hafa einfaldlega ekki skilað þeim árangri sem við þegnarnir ætlumst til. Einmitt í dag birta fjölmiðlar frétt frá grasrótinni. Greta Thunberg ásamt fjölda aðgerðasinna senda leiðtogum heimsins opið bréf, þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Í tengslum við fréttina er almenningi boðið upp á að undirrita bréfið. Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Stóru málin sem mannkynið á við að stríða um þessar mundir má lækna með einu og sama lyfinu, samstilltu átaki í einingu allra þjóða. Þetta á við um heimsfaraldurinn sem Covid 19 veiran býður upp á, faraldur sem ekki sér fyrir endann á. Fjölmiðlar greina daglega frá stöðunni ekki bara hér á landi heldur vítt um heimsbyggðina. Við þessar aðstæður er kannski ekki að undra þótt annað stórmál falli í skuggann, en sem ekki er síður knýjandi að takast á við. Þetta er loftslagsváin og hlýnun jarðar. Þrátt fyrir lát á fréttum og upplýsingagjöf mallar þessi vandi eins og djúpstæð sýking í líkama heimsins. Við vorum svo lánssöm að um margra mánaða skeið hélt ung sænsk stúlka með einstæðum hætti og hugrekki athygli okkar vakandi varðandi þetta mál. Hún minnti okkur á stúlkuna í sögu H.C. Andersen um nýju fötin keisarans þegar í ljós kom að þrátt fyrir sáttmála og hástemmdar yfirlýsingar þjóðarleiðtoga um aðgerðir og stefnumarkanir þá stóðu þeir eins og keisarinn forðum naktir og klæðlausir frammi fyrir mannkyninu þegar kom að efnd loforðanna um lausn vandans. Enn og aftur er eining lyfið og lausnarorðið. Við sem erum nógu gömul munum þá tíma þegar íslendingar keyrðu um á gömlum og slitnum bílum en þá þurfti oft að kalla til hóp til að ýta í gang. Þá réðist árangurinn af því að vera samtaka og að allir ýttu í sömu átt. Í bókinni „Persuit of HOPE, A guide for the seeker“, talar vistfræðingurinn Arthur Lyon Dahl til okkar sem einstaklinga sem byggja þennan heim og bendir okkur á leiðir til að leggja af mörkum sem einstaklingar eða hópar með samstillt markmið gegn ýmsum meinsemdum vestræns neyslusamfélags. Að talað sé til okkar, íbúa heimsins, sem einstaklinga í þeim tilgangi að samstilla kraftana til að takast á við aðsteðjandi vanda er ekki nýtt, slíkt gerðist 1992 í tengslum við Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó um sjálfbæra þróun. Þá varð til Dagskrá 21 sem var framkvæmdaáætlun um málefni ráðstefnunnar, undirrituð af fulltrúum 179 þjóða. Samþykktinni var ætlað að vekja þjóðir heims til vitundar um að vinna að sjálfbærri þróun á heimsvísu. Þegar ljóst varð að Dagskrá 21 væri ekki nægilega mótuð fyrir hvert samfélag var samin Staðardagskrá 21 sem sveitarstjórnir gátu stuðst við. Þannig var stefnt að því að ná til grasrótarinnar. Á þessum tíma urðu til einkunnarorðin: Hugsaðu hnattrænt framkvæmdu heima. (Think globally act locally.) Ráðstefnan í Ríó átti sína „Gretu Thunberg“ en hún hét annað, hún hét Severn Cullis-Suzuki. Tólf ára flutti hún ræðu yfir leiðtogum þjóðanna í Ríó. Ræðuna má enn finna á netinu. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það verði ekki leiðtogar þjóðanna sem leysi þau heimsvíðu knýjandi verkefni sem við blasa. Meðal þeirra er óeiningin og togstreitan um auð og völd of rótgróin. Þetta eru mest rígfullorðnir karlmenn fastir í gömlum tíma og gömlum stjórnarháttum en undantekninguna sem sannar regluna má finna í kvenleiðtoga á suðurhveli jarðar. Við blasir að grasrót mannkynsins verði að koma til skjalanna því stóru ráðstefnurnar og sáttmálarnir sem leiðtogarnir hafa undirritað við hátíðlegar athafnir hafa einfaldlega ekki skilað þeim árangri sem við þegnarnir ætlumst til. Einmitt í dag birta fjölmiðlar frétt frá grasrótinni. Greta Thunberg ásamt fjölda aðgerðasinna senda leiðtogum heimsins opið bréf, þar sem kallað er eftir því að þeir fari að líta á loftslagsvandann sem alvöru ógn við mannkynið. Í tengslum við fréttina er almenningi boðið upp á að undirrita bréfið. Höfundur er lyfjafræðingur.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun