Bók um „hættulegasta mann heims“ rauk út á fyrsta degi Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 07:55 Bókin fjallar um Donald Trump Bandaríkjaforseta og dregur upp dökka mynd af honum og uppeldi hans. Vísir/Getty Bók Mary Trump seldist í næstum milljón eintökum og situr í efsta sæti metsölulista Amazon eftir fyrsta dag í sölu. Sló hún met hjá útgefanda en alls 950 þúsund eintök seldust á fyrsta degi. Bókin fjallar um æsku Trump, uppeldi hans og hvernig fjölskylda hans hafði áhrif á þann mann sem hann er í dag. Bókin ber titilinn „Too Much and Never Enough: How My Family Created the World‘s Most Dangerous Man“, sem mætti þýða sem „Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði hættulegasta mann heims“. Í bókinni fer Mary yfir samband Trump við föður sinn Fred Trump, sem jafnframt er afi Mary en hún er dóttir Freds Trump yngri. Segir hún afa sinn vera siðblindan eineltissegg sem kramdi alla góðmennsku og samkennd úr þeim sem umgengust hann, en samband hennar við fjölskylduna hefur verið stirt. Þá dregur Mary Trump upp dökka mynd af Trump forseta í bókinni og nýtir þekkingu sína sem doktor í klínískri sálfræði til þess að greina föðurbróður sinn með ýmsa skapgerðarbresti. Simon & Schuster, útgefandi bókarinnar, flýtti útgáfudegi bókarinnar eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri ekki bundið af samningi um þagnmælsku sem Mary Trump skrifaði undir fyrir um tuttugu árum. Mary hefur farið í þónokkur viðtöl vegna útgáfu bókarinnar eftir dómsúrskurðinn. Í viðtali við Washington Post sagði hún ekkert vafamál að forsetinn væri rasisti. Það væri skýr afleiðing uppeldisins, en í fjölskyldunni hefði það viðgengist að viðhafa fordóma í garð gyðinga og nota niðrandi orð um svart fólk. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Bók Mary Trump seldist í næstum milljón eintökum og situr í efsta sæti metsölulista Amazon eftir fyrsta dag í sölu. Sló hún met hjá útgefanda en alls 950 þúsund eintök seldust á fyrsta degi. Bókin fjallar um æsku Trump, uppeldi hans og hvernig fjölskylda hans hafði áhrif á þann mann sem hann er í dag. Bókin ber titilinn „Too Much and Never Enough: How My Family Created the World‘s Most Dangerous Man“, sem mætti þýða sem „Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði hættulegasta mann heims“. Í bókinni fer Mary yfir samband Trump við föður sinn Fred Trump, sem jafnframt er afi Mary en hún er dóttir Freds Trump yngri. Segir hún afa sinn vera siðblindan eineltissegg sem kramdi alla góðmennsku og samkennd úr þeim sem umgengust hann, en samband hennar við fjölskylduna hefur verið stirt. Þá dregur Mary Trump upp dökka mynd af Trump forseta í bókinni og nýtir þekkingu sína sem doktor í klínískri sálfræði til þess að greina föðurbróður sinn með ýmsa skapgerðarbresti. Simon & Schuster, útgefandi bókarinnar, flýtti útgáfudegi bókarinnar eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri ekki bundið af samningi um þagnmælsku sem Mary Trump skrifaði undir fyrir um tuttugu árum. Mary hefur farið í þónokkur viðtöl vegna útgáfu bókarinnar eftir dómsúrskurðinn. Í viðtali við Washington Post sagði hún ekkert vafamál að forsetinn væri rasisti. Það væri skýr afleiðing uppeldisins, en í fjölskyldunni hefði það viðgengist að viðhafa fordóma í garð gyðinga og nota niðrandi orð um svart fólk.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54
Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52