Handbolti

Fimm íslensk handboltalið í Evrópukeppni í vetur

Anton Ingi Leifsson skrifar
KA/Þór fagnar sigri á Fram síðasta vetur.
KA/Þór fagnar sigri á Fram síðasta vetur. mynd/egill bjarni friðjónsson

Fimm íslensk handboltalið verða við keppni í Evrópukeppnum EHF í vetur en frestur til þess að skrá sig í keppnirnar rann út á þriðjudag.

Valur skráði sig í Evrópudeild karla og þau Afturelding og FH í EHF keppni karla.

Valur og KA/Þór skráðu sig í EHF keppni kvenna.

Gera má ráð fyrir að Valsmenn hefji leik í lok ágúst en aðrar keppnir hefjast í september og október.

Handboltaliðin hér heima hafa ekki spilað mótsleik frá því í mars er allt var blásið af vegna kórónuveirunnar.

Olís-deild karla hefst 10. september og tveimur dögum síðar fer Olís-deild kvenna af stað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.