Handbolti

Fimm íslensk handboltalið í Evrópukeppni í vetur

Anton Ingi Leifsson skrifar
KA/Þór fagnar sigri á Fram síðasta vetur.
KA/Þór fagnar sigri á Fram síðasta vetur. mynd/egill bjarni friðjónsson

Fimm íslensk handboltalið verða við keppni í Evrópukeppnum EHF í vetur en frestur til þess að skrá sig í keppnirnar rann út á þriðjudag.

Valur skráði sig í Evrópudeild karla og þau Afturelding og FH í EHF keppni karla.

Valur og KA/Þór skráðu sig í EHF keppni kvenna.

Gera má ráð fyrir að Valsmenn hefji leik í lok ágúst en aðrar keppnir hefjast í september og október.

Handboltaliðin hér heima hafa ekki spilað mótsleik frá því í mars er allt var blásið af vegna kórónuveirunnar.

Olís-deild karla hefst 10. september og tveimur dögum síðar fer Olís-deild kvenna af stað.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.