Sport

Dag­skráin í dag: Stúkan og topp­bar­áttan í ensku B-deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spekingarnir ásamt Guðmundi Benediktssyni.
Spekingarnir ásamt Guðmundi Benediktssyni. mynd/vísir

Tvær beinar útsendingar eru á dagskrá á íþróttarásum Stöðvar 2 Sports í dag; ein frá Íslandi og ein frá Englandi.

WBA og Fulham mætast klukkan 16.00 en þessi leikur er gífurlega mikilvægur í toppbaráttu ensku B-deildarinnar.

WBA er í 2. sætinu með 81 stig en efstu tvö liðin fara beint upp í úrvalsdeildina. Fulham er í 4. sætinu með 76 stig en liðin í 3. til 6. sæti fara í umspilið fræga.

Klukkan 21.15 er svo komið að Pepsi Max-stúkunni þar sem Guðmundur Benediktsson fer yfir umferðina ásamt spekingum. Í settinu í kvöld verða þeir Þorkell Máni Pétursson og Sigurvin Ólafsson.

Þeir munu gera upp 6. umferðina sem kláraðist í gær með fjórum leikjum en tveir leikir fóru fram á sunnudagskvöldið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.