Sport

Vigdís hefur bætt eigið Íslandsmet ítrekað en vill gera betur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vigdís hefur bætt eigið Íslandsmet í sleggjukasti aftur og aftur.
Vigdís hefur bætt eigið Íslandsmet í sleggjukasti aftur og aftur. Mynd/Stöð 2

Vigdís Jónsdóttir er margfaldur Íslandsmeistari í sleggjukasti. Hún stefnir á Ólympíuleikana þegar fram líða stundir. Vigdís hefur verið að kasta frábærlega í sumar og hefur bætt eigið Íslandsmet í sleggjukasti aftur og aftur. 

Best hefur hún kastað 62,70 metra.

Vigdís ræddi við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur fyrir Sportpakka Stöðvar 2 í dag. Innslagið má finna í spilaranum neðst í fréttinni.

„Við verðum bara að láta þennan sentimetra duga í bili. Við vitum að það er meira inni og þetta er mjög nálægt því að fara langt,“ sagði Vigdís við Júlíönu Þóru í dag. Vigdís bætti eigið met um einn sentimetra en telur sig eiga nóg inni.

„Ég datt í rosalega lægð í Covid og síðustu 2-3 ár hefur ekkert verið að ganga hjá mér. Nú er ég að ná sama dampi og fyrir 2-3 árum. Mér finnst gaman að keppa og markmiðið er alltaf að komast á Ólympíuleikana,“ sagði Vigdís einnig.

Klippa: Vigdís hefur bætt eigið Íslandsmet ítrekað en vill gera betur


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.