Innlent

Þyrla send eftir fótbrotinni göngukonu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mynd af vettvangi.
Mynd af vettvangi. Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir göngukonu sem fótbrotnaði þegar hún gekk Laugaveginn í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg var hópur björgunarsveitarfólks í nágrenninu og hlúði að konunni. Nú er unnið að því að færa hana á álitlegan lendingarstað fyrir þyrluna, en á svæðinu er þungskýjað.

Þá var frekari mannskapur björgunarsveitafólks á Suðurlandi kallaður út, ef ske kynni að flytja þyrfti konuna með öðrum leiðum en þyrlunni.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segist þó eiga von á því að konan verði flutt með þyrlunni til Reykjavíkur.

Uppfært klukkan 13:33: Það hefur fengist staðfest frá Landhelgisgæslunni að það tókst að koma konunni um borð í þyrluna um klukkan 12 í dag, og var hún flutt til Reykjavíkur til aðhlynningar. Þær björgunarsveitir sem kallaðar voru út hafa verið kallaðar aftur inn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.