Erlent

Um­sjónar­maður barna­níðsvefs ekki fram­seldur til Banda­ríkjanna

Sylvía Hall skrifar
Á síðunni voru um 250 þúsund myndbönd sem hafði verið halað niður rúmlega milljón sinnum.
Á síðunni voru um 250 þúsund myndbönd sem hafði verið halað niður rúmlega milljón sinnum. Vísir/Getty

Son Jong-woo, maðurinn á bakvið barnaníðsvefinn Welcome to Video, verður ekki framseldur til Bandaríkjanna. Son hefur nú þegar afplánað átján mánaða dóm í Suður-Kóreu vegna síðunnar. BBC greinir frá.

Welcome to Video var starfrækt frá árinu 2015 til ársins 2018 þegar henni var lokað. Á síðasta ári voru 337 einstaklingar handteknir í 38 ríkjum vegna rannsóknar á barnaníði á huldunetinu svokallaða og tengdust flestar handtökur Welcome to Video.

Minnst 23 börnum var bjargað frá níðingum eftir rannsóknina en á síðunni voru um 250 þúsund myndbönd sem hafði verið halað niður rúmlega milljón sinnum. Þá gátu barnaníðingar keypt aðgang að myndböndum fyrir rafmyntir.

Hávær krafa var um að Son yrði framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann hefði fengið harðari refsingu þar en í Suður-Kóreu. Dómstóll í Seoul hafnaði þó framsalskröfunni í dag á þeim forsendum að það gæti reynst hjálplegt að halda honum í landinu í stríðinu gegn barnamisnotkun.

„Ákvörðunin ætti ekki að vera túlkuð sem sakaruppgjöf. Son ætti að hjálpa við rannsóknina og taka út viðeigandi refsingu,“ sagði í forsendum dómsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×