Innlent

Hótaði að stinga starfsmann verslunar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Alls kom 61 mál á borð lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu í nótt.
Alls kom 61 mál á borð lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt afskipti af manneskju í annarlegu ástandi sem tilkynnt var um að hefði komið inn í verslun í miðborginni og hótað að stinga starfsmann. Nokkrar tilkynningar bárust í nótt um fólk í annarlegu ástandi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Alls sinnti lögreglan 61 máli í gærkvöldi og nótt. Þrír voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn af þeim reyndi að hlaupa í burtu frá lögreglu en var gripin. Þá kom eitt þjófnaðarmál inn á borð lögreglu í nótt.

Þá var einn kærður fyrir ofbeldi gagnvart lögreglumanni í nótt og annar sviptur ökuréttindum fyrir að aka á 108 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Sá má einnig eiga von á sekt fyrir brotið. Nokkrir fengu síðan að dúsa í fangageymslum í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×