Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2020 10:45 Ghislaine Maxwell sést hér flytja ræðu um málefni hafsins í Silfurbergi í Hörpu. Ræðuna má heyra hér að neðan. Skjáskot Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. Þar flutti hún erindi fyrir hönd sjávarverndarsamtakanna The TerraMar Project sem hún stofnaði árinu áður ásamt samverkamanni hennar Jeffrey Epstein, sem þá var dæmdur kynferðisbrotamaður. Samtökin lögðu upp laupana 12. júlí í fyrra, sex dögum eftir að viðmikil ákæra á hendur Epstein vegna kynlífsmansals og barnaníðs var opinberuð. Epstein, sem fannst látinn í fangaklefa sínum á Manhattan í ágúst og var fyrst dæmdur fyrir kynferðisbrot árið 2008, var fjárhagslegur bakhjarl The TerraMar Project allt frá stofnun samtakanna árið 2012. Maxwell hefur verið handtekin og ákærð fyrir aðild hennar að brotum Epsteins á árunum 1994 til 1997. Hún hefur áður neitað allri aðild eða þekkingu um brotin sem Epstein er sakaður um. Fyrir vikið er hún sögð í ákærunni hafa logið að lögreglumönnum og þannig hindrað framgang réttvísinnar. Konurnar sem sakað hafa Epstein um misnotkun segjast hafa kynnst honum í gegnum Maxwell sem hafi jafnvel ráðið þær til að nudda Epstein. Greiddu engan styrk í fimm ár Ætlunarverk Maxwell og Epstein með The TerraMar Project var stofna alþjóðlega hreyfingu sem myndi tala máli úthafa heimsins. Með því að koma þjóðum heims í skilning um að höfin eru sameign allra jarðarbúa mætti stuðla að aukinni þátttöku þeirra við verndun sjávar og hugðust samtökin styðja við verkefni sem ynnu að því markmiði. Rannsókn New York Times árið 2019 sýndi þó fram á að The TerraMar Project hafi ekki greitt út einn einasta styrk á árunum 2012 og 2017. Þar að auki væri rekstrarkostnaður samtakanna, ekki síst bókhalds- og lögmannskostnaður, óeðlilega hár fyrir samtök af sinni stærðargráðu. Fyrir tilstuðlan The TerraMar Project ferðaðist Maxwell, sem var talsmaður samtakanna, um víða veröld og flutti erindi um þetta hugðarefni sitt. Til að mynda steig Maxwell í pontu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og fundaði tvívegis með erindrekum SÞ á árunum 2013 og 2014. Katherine Keating, Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff, Ghislaine Maxwell og Sharon Moussaieff sóttu boð kampavínsframleiðans Dom Perignon og Maxwell í september árið 2013 þar sem útgáfu Ideapod var fagnað.Getty/Patrick McMullan Ólafur segist ekki hafa þekkt Maxwell Þá var hún jafnframt fengin til þess að flytja erindi á opnunardegi Hrinborðs Norðurslóða, sem fram fór dagana 12. til 14. október árið 2013. Þetta var í fyrsta sinn sem Hringborðið fór fram en um er að ræða árlegan umræðuvettvang um málefni norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, er hvatamaður að stofnun Hringborðsins og flutti sjálfur ræðu sama dag og Maxwell á ráðstefnunni 2013. Ólafur Ragnar segist ekki hafa þekkt vel til Maxwell þegar þegar hún var fengin til að ávarpa Hringborðið. Þau hafi þó hist í samkvæmi í New York sama ár þar sem af þeim náðist ljósmynd og birt var í erlendum fjölmiðlum. Hana má sjá hér að ofan en auk Ólafs Ragnars og Maxwell eru þær Katherine Keating, Dorrit Mousaieff og dóttir hennar Sharon á myndinni. „Hún talaði á Arctic Circle um hafið. Að öðru leyti hef ég engin tengsl við hana og hef ekki hitt hana nema á þessu samkvæmi í New York og þegar hún talaði á Arctic Circle. Epstein hef ég aldrei hitt,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið þegar umrædd ljósmynd var til umfjöllunar. Ræðu Maxwell í Hörpu má heyra hér að neðan, þar sem hún ræðir m.a. um sjálfbæra þróun sjávar, framtíð auðlindavinnslu úr hafinu og loftslagsbreytingar. Íslandsvinir Jeffrey Epstein Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. Þar flutti hún erindi fyrir hönd sjávarverndarsamtakanna The TerraMar Project sem hún stofnaði árinu áður ásamt samverkamanni hennar Jeffrey Epstein, sem þá var dæmdur kynferðisbrotamaður. Samtökin lögðu upp laupana 12. júlí í fyrra, sex dögum eftir að viðmikil ákæra á hendur Epstein vegna kynlífsmansals og barnaníðs var opinberuð. Epstein, sem fannst látinn í fangaklefa sínum á Manhattan í ágúst og var fyrst dæmdur fyrir kynferðisbrot árið 2008, var fjárhagslegur bakhjarl The TerraMar Project allt frá stofnun samtakanna árið 2012. Maxwell hefur verið handtekin og ákærð fyrir aðild hennar að brotum Epsteins á árunum 1994 til 1997. Hún hefur áður neitað allri aðild eða þekkingu um brotin sem Epstein er sakaður um. Fyrir vikið er hún sögð í ákærunni hafa logið að lögreglumönnum og þannig hindrað framgang réttvísinnar. Konurnar sem sakað hafa Epstein um misnotkun segjast hafa kynnst honum í gegnum Maxwell sem hafi jafnvel ráðið þær til að nudda Epstein. Greiddu engan styrk í fimm ár Ætlunarverk Maxwell og Epstein með The TerraMar Project var stofna alþjóðlega hreyfingu sem myndi tala máli úthafa heimsins. Með því að koma þjóðum heims í skilning um að höfin eru sameign allra jarðarbúa mætti stuðla að aukinni þátttöku þeirra við verndun sjávar og hugðust samtökin styðja við verkefni sem ynnu að því markmiði. Rannsókn New York Times árið 2019 sýndi þó fram á að The TerraMar Project hafi ekki greitt út einn einasta styrk á árunum 2012 og 2017. Þar að auki væri rekstrarkostnaður samtakanna, ekki síst bókhalds- og lögmannskostnaður, óeðlilega hár fyrir samtök af sinni stærðargráðu. Fyrir tilstuðlan The TerraMar Project ferðaðist Maxwell, sem var talsmaður samtakanna, um víða veröld og flutti erindi um þetta hugðarefni sitt. Til að mynda steig Maxwell í pontu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og fundaði tvívegis með erindrekum SÞ á árunum 2013 og 2014. Katherine Keating, Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff, Ghislaine Maxwell og Sharon Moussaieff sóttu boð kampavínsframleiðans Dom Perignon og Maxwell í september árið 2013 þar sem útgáfu Ideapod var fagnað.Getty/Patrick McMullan Ólafur segist ekki hafa þekkt Maxwell Þá var hún jafnframt fengin til þess að flytja erindi á opnunardegi Hrinborðs Norðurslóða, sem fram fór dagana 12. til 14. október árið 2013. Þetta var í fyrsta sinn sem Hringborðið fór fram en um er að ræða árlegan umræðuvettvang um málefni norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, er hvatamaður að stofnun Hringborðsins og flutti sjálfur ræðu sama dag og Maxwell á ráðstefnunni 2013. Ólafur Ragnar segist ekki hafa þekkt vel til Maxwell þegar þegar hún var fengin til að ávarpa Hringborðið. Þau hafi þó hist í samkvæmi í New York sama ár þar sem af þeim náðist ljósmynd og birt var í erlendum fjölmiðlum. Hana má sjá hér að ofan en auk Ólafs Ragnars og Maxwell eru þær Katherine Keating, Dorrit Mousaieff og dóttir hennar Sharon á myndinni. „Hún talaði á Arctic Circle um hafið. Að öðru leyti hef ég engin tengsl við hana og hef ekki hitt hana nema á þessu samkvæmi í New York og þegar hún talaði á Arctic Circle. Epstein hef ég aldrei hitt,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið þegar umrædd ljósmynd var til umfjöllunar. Ræðu Maxwell í Hörpu má heyra hér að neðan, þar sem hún ræðir m.a. um sjálfbæra þróun sjávar, framtíð auðlindavinnslu úr hafinu og loftslagsbreytingar.
Íslandsvinir Jeffrey Epstein Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira