Sport

Sara birti mynd er hún flaug af hjólinu: „Byrjaði ekki vel en endaði vel“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir.
Sara Sigmundsdóttir. Skjámynd/CNN

Sara Sigmundsdóttir, ein af CrossFit-stjörnum Íslands, hefur nýtt tímann vel hér á landi á meðan lítið er keppt í CrossFit vegna kórónuveirufaraldursins.

Sara er að búa sig undir heimsleikana sem er óvíst hvenær fara fram en nú á dögunum var þeim aftur seinkað og er talið að þeir fari í fyrsta lagi fram í september.

Sara er dugleg að birta myndir og myndbönd á Instagram-síðu sinni og leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með en rúmlega 1,8 milljón manns fylgja Söru á Instagram.

„Löng hjólreiðaferð út á landi,“ skrifaði Sara við nýjustu færslu sína en ef myndirnar eru skoðaðar betur kemur í ljós að þetta gekk ekki allt eins og í sögu.

„Byrjaði ekki vel en endaði vel,“ skrifaði Sara en ljóst er að hún hefur dottið af hjólinu og má sjá mynd eftir að hún datt af hjólinu með færslunni.

Hún virðist þó vera sjálf létt yfir þessu og birtir hlæjandi „emoji“ með færslunni en hana má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.