Sport

Fjallið heldur á­fram að lyfta þungt þrátt fyrir að hann sé með augun á box­bar­daganum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjallið tekur vel á því.
Fjallið tekur vel á því. mynd/skjáskot

Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, heldur áfram að taka vel á því í ræktinni og lyfta þungt þrátt fyrir að hann eigi margra tug milljóna bardaga gegn Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári.

Hafþór Júlíus er nefnilega að fara taka þátt í sterkasti maður Íslands sem fer fram helgina 8. og 9. ágúst en hann hefur unnið keppnina níu ár í röð.

Fjallið segir að hann hafi fengið margar spurningar eftir að hann tók boxbardagann gegn Eddie Hall og segir hann að þó að hann vilji fyrst og fremst vera þekktur fyrir að lyfta þungt þá finnist honum skemmtilegt að venda kvæði sínu í kross.

Hafþór Júlíus tók vel á því í nýjasta myndbandinu sínu sem var tekið upp á Dalveginum í Kópavogi þar sem hann æfir í sinni eigin rækt en afraksturinn má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.