Innlent

Nágrannar hjálpuðu við að slökkva sinueldinn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Reykjarmökkurinn yfir svæðinu var þykkur um kvöldmatarleytið.
Reykjarmökkurinn yfir svæðinu var þykkur um kvöldmatarleytið. Vísir/Sylvía

Búið er að slökkva mikinn gróðureld sem kviknaði við Ásvelli í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar voru sendir á vettvang og mikinn reyk lagði yfir svæðið á tímabili.  Nágrannar hjálpuðu til við að slökkva eldinn.

Tilkynnt var um brunann um klukkan hálf sjö og slökkvilið kom á vettvang skömmu síðar. Um „heilmikinn“ bruna var að ræða, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið náði tökum á eldinum um áttaleytið og um fimmtán mínútum síðar var búið að slökkva hann. Nú er unnið að því að tryggja að ekki kvikni aftur eldur á svæðinu. 

Vettvangurinn er langt frá vegi og því þurfti að leggja langar slöngur frá dælubílum og að brunanum. Íbúar í nágrenninu aðstoðuðu slökkvilið við að ráða niðurlögum eldsins og notuðu svokallaðar „klöppur“ sem iðulega er beitt við sinubruna til að berja niður eldinn.

Þá var nokkuð hvasst á vettvangi sem gerði brunann erfiðan við að etja. Varðstjóri gat ekki sagt til um það hversu stórt svæði var undirlagt brunanum.

Fréttin var uppfærð klukkan 21:04.

Vatni sprautað yfir svæðið.Vísir/Sylvía
Unnið á vettvangi.Vísir/Sylvía
Hvasst er á svæðinu og því erfitt að eiga við brunann.Vísir/Sylvía
Reykurinn sást úr talsverðri fjarlægð fyrr í kvöld.Vísir/Sylvía

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.