Erlent

Gæti orðið fyrsti felli­bylurinn til að skella á milljóna­borgina frá 1891

Atli Ísleifsson skrifar
Um 20 milljónir manna búa í stórborginni Mumbai í Indlandi.
Um 20 milljónir manna búa í stórborginni Mumbai í Indlandi. AP

Fellibylur sem nú nálgast indversku stórborgina Mumbai er að sækja í sig veðrið að sögn veðurfræðinga.

Óveðrið, sem fengið hefur nafnið Nisarga, er að koma að Indlandsströndum úr suðvestri frá Arabíuhafi og skelli hann á borgina verður það í fyrsta sinn frá árinu 1891 sem fellibylur gengur yfir borgina.

Tugþúsundir hafa nú þegar verið fluttar af ströndinni og hærra upp í land en í Mumbai búa 20 milljónir manna, fleiri en í nokkurri annarri indverskri borg, auk þess sem Mumbai er fjármálamiðstöð landsins.

Til að bæta gráu ofan á svart hefur borgin farið afar illa út úr kórónuveirufaraldrinum.

Á miðnætti var fellibylurinn á um 200 kílómetra fjarlægð frá ströndum Mumbai.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.