Hvaða íþróttaviðburðir eru enn í gangi? Ísak Hallmundarson skrifar 14. mars 2020 12:45 Gibraltar Open í Snóker er einn af fáum íþróttaviðburðum sem er í gangi um helgina vísir/getty Það er ekki mikið af efni í boði næstu vikurnar fyrir áhugafólk um íþróttir. Enska boltanum hefur verið frestað ásamt Meistaradeildinni og öllum sterkustu knattspyrnudeildum Evrópu. Í körfuboltanum er búið að fresta NBA-deildinni, Evrópudeildinni og öllum stærstu atvinnumannadeildum Evrópu. Þá er búið að fresta þýsku deildinni í handbolta og öllum sterkustu handboltadeildum Evrópu, auk þess sem búið er að fresta stórmótum í golfi, NHL-deildinni í íshokkí og ýmsum fleiri íþróttamótum. Einnig er búið að fresta öllum mótum á vegum KSÍ, HSÍ og KKÍ á Íslandi, þar á meðal Olís-deildinni í handbolta og Dominos-deildinni í körfubolta. Hvað er þá eftir? Í fótbolta er enn spilað í öllum deildum í Tyrklandi, Rússlandi, Serbíu, Ungverjalandi og Úkraínu. Auk þess er spilað í öllum deildum í Suður-Ameríku í dag fyrir utan Ekvador og Paragvæ. Þá er auðvitað spilað í körfubolta í þessum sömu löndum, auk þess sem verið er að spila körfubolta í Japan og þá er einn leikur á dagskrá í bresku deildinni í körfubolta í kvöld. Gibraltar Open mótið í Snóker er í fullum gangi en þó var tilkynnt að það yrði leikið án áhorfenda frá og með deginum í dag. Eitt stærsta Badminton-mót heims, Enska Meistaramótið, fer einnig fram í dag og fara fram undanúrslit í bæði karla- og kvennaflokki. Þá er búið að gefa það út að Rúgbý-deildin í Bretlandi fari fram um helgina. Ekki er búið að koma á samkomubanni í Englandi og var ákvörðun Enska knattspyrnusambandsins um að fresta mótum á vegum þess til 4. apríl tekin af sambandinu sjálfu án aðkomu stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Það er ekki mikið af efni í boði næstu vikurnar fyrir áhugafólk um íþróttir. Enska boltanum hefur verið frestað ásamt Meistaradeildinni og öllum sterkustu knattspyrnudeildum Evrópu. Í körfuboltanum er búið að fresta NBA-deildinni, Evrópudeildinni og öllum stærstu atvinnumannadeildum Evrópu. Þá er búið að fresta þýsku deildinni í handbolta og öllum sterkustu handboltadeildum Evrópu, auk þess sem búið er að fresta stórmótum í golfi, NHL-deildinni í íshokkí og ýmsum fleiri íþróttamótum. Einnig er búið að fresta öllum mótum á vegum KSÍ, HSÍ og KKÍ á Íslandi, þar á meðal Olís-deildinni í handbolta og Dominos-deildinni í körfubolta. Hvað er þá eftir? Í fótbolta er enn spilað í öllum deildum í Tyrklandi, Rússlandi, Serbíu, Ungverjalandi og Úkraínu. Auk þess er spilað í öllum deildum í Suður-Ameríku í dag fyrir utan Ekvador og Paragvæ. Þá er auðvitað spilað í körfubolta í þessum sömu löndum, auk þess sem verið er að spila körfubolta í Japan og þá er einn leikur á dagskrá í bresku deildinni í körfubolta í kvöld. Gibraltar Open mótið í Snóker er í fullum gangi en þó var tilkynnt að það yrði leikið án áhorfenda frá og með deginum í dag. Eitt stærsta Badminton-mót heims, Enska Meistaramótið, fer einnig fram í dag og fara fram undanúrslit í bæði karla- og kvennaflokki. Þá er búið að gefa það út að Rúgbý-deildin í Bretlandi fari fram um helgina. Ekki er búið að koma á samkomubanni í Englandi og var ákvörðun Enska knattspyrnusambandsins um að fresta mótum á vegum þess til 4. apríl tekin af sambandinu sjálfu án aðkomu stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira