Það er ekki mikið af efni í boði næstu vikurnar fyrir áhugafólk um íþróttir. Enska boltanum hefur verið frestað ásamt Meistaradeildinni og öllum sterkustu knattspyrnudeildum Evrópu.
Í körfuboltanum er búið að fresta NBA-deildinni, Evrópudeildinni og öllum stærstu atvinnumannadeildum Evrópu. Þá er búið að fresta þýsku deildinni í handbolta og öllum sterkustu handboltadeildum Evrópu, auk þess sem búið er að fresta stórmótum í golfi, NHL-deildinni í íshokkí og ýmsum fleiri íþróttamótum.
Einnig er búið að fresta öllum mótum á vegum KSÍ, HSÍ og KKÍ á Íslandi, þar á meðal Olís-deildinni í handbolta og Dominos-deildinni í körfubolta.
Hvað er þá eftir?
Í fótbolta er enn spilað í öllum deildum í Tyrklandi, Rússlandi, Serbíu, Ungverjalandi og Úkraínu. Auk þess er spilað í öllum deildum í Suður-Ameríku í dag fyrir utan Ekvador og Paragvæ.
Þá er auðvitað spilað í körfubolta í þessum sömu löndum, auk þess sem verið er að spila körfubolta í Japan og þá er einn leikur á dagskrá í bresku deildinni í körfubolta í kvöld.
Gibraltar Open mótið í Snóker er í fullum gangi en þó var tilkynnt að það yrði leikið án áhorfenda frá og með deginum í dag. Eitt stærsta Badminton-mót heims, Enska Meistaramótið, fer einnig fram í dag og fara fram undanúrslit í bæði karla- og kvennaflokki.
Þá er búið að gefa það út að Rúgbý-deildin í Bretlandi fari fram um helgina. Ekki er búið að koma á samkomubanni í Englandi og var ákvörðun Enska knattspyrnusambandsins um að fresta mótum á vegum þess til 4. apríl tekin af sambandinu sjálfu án aðkomu stjórnvalda.
Hvaða íþróttaviðburðir eru enn í gangi?
Ísak Hallmundarson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn




Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti