Heilbrigði í forgangi varðandi opnun landsins Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2020 20:00 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á blaðamannafundi þegar fyrst var tilkynnt um samkomubann hér á landi. Vísir/Vilhelm Heilsa þjóðarinnar er í forgangi hjá heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni vegna opnunar landsins fyrir ferðamenn. Sóttvarnalæknir mun gera sínar tillögur út frá áhættugreiningu sem hann segir síðan stjórnmálamanna að ákveða hvort farið verður eftir. Heilbrigðisráðherra hefur fengið áhættugreiningu Landspítalans í hendurnar þar sem mat er lagt á burðargetu spítalans ef ferðamenn bæru smit til landsins. Stjórnvöld stefna að opnuna landsins eigi síðar en 15. júní. Yrði það gert í tilraunaskyni í tvær vikur. „Áhættugreiningin gerir ráð fyrir því að grípa þurfi til ráðstafana þegar og ef smit kemur aftur. Þetta er tvíhliðamat, hvað veirufræðideildin ræður við og svo fer farsóttarnefndin yfir það sem snýr að hlið spítalans,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ráðherra skipaði verkefnisstjórn um ferðatakmarkanir sem leggur mat á hvort það sé hægt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins fyrir kórónuveirunni. Hópurinn skilaði sínum niðurstöðum í dag sem ráðherra og sóttvarnalæknir fara svo yfir. Ráðherra segir málið þróast ört og kerfið þurfa að sýna sveigjanleika. „Og við munum gera það. Aðal flaggið mitt er heilsa og heilbrigðisþjónusta. Ég reyni að passa upp á þá þætti þegar niðurstaðan mun liggja fyrir,“ segir Svandís. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja hvort og hvernig er hægt að skima alla farþega hingað til lands. „Það er í mörg horn að líta og verður fróðlegt að sjá hvað verkefnahópurinn leggur til. Við erum líka að skoða aðra hluti. Til dæmis smit og upplýsingar úr smitrakningargrunninum hvort við getum betur skilgreint áhættu á smiti frá einstaklingum sem eru með lítil einkenni. Þetta er áskorun sem mun vega inn í mitt mat,“ segir Þórólfur. Hann ætlar að leggja mat á málið út frá læknisfræði- og sóttvarnalegum hlutum. „Efnahagslegu- og samfélagslegu þættirnir eru á borði pólitíkusana. Þeir verða að ákveða hvort þeir taki þeim tillögum sem ég kem með eða ekki eða hvort þeir geti samrýmt þær tillögur við eitthvað annað, það verður framtíðin að leiða í ljós,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira
Heilsa þjóðarinnar er í forgangi hjá heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni vegna opnunar landsins fyrir ferðamenn. Sóttvarnalæknir mun gera sínar tillögur út frá áhættugreiningu sem hann segir síðan stjórnmálamanna að ákveða hvort farið verður eftir. Heilbrigðisráðherra hefur fengið áhættugreiningu Landspítalans í hendurnar þar sem mat er lagt á burðargetu spítalans ef ferðamenn bæru smit til landsins. Stjórnvöld stefna að opnuna landsins eigi síðar en 15. júní. Yrði það gert í tilraunaskyni í tvær vikur. „Áhættugreiningin gerir ráð fyrir því að grípa þurfi til ráðstafana þegar og ef smit kemur aftur. Þetta er tvíhliðamat, hvað veirufræðideildin ræður við og svo fer farsóttarnefndin yfir það sem snýr að hlið spítalans,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ráðherra skipaði verkefnisstjórn um ferðatakmarkanir sem leggur mat á hvort það sé hægt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins fyrir kórónuveirunni. Hópurinn skilaði sínum niðurstöðum í dag sem ráðherra og sóttvarnalæknir fara svo yfir. Ráðherra segir málið þróast ört og kerfið þurfa að sýna sveigjanleika. „Og við munum gera það. Aðal flaggið mitt er heilsa og heilbrigðisþjónusta. Ég reyni að passa upp á þá þætti þegar niðurstaðan mun liggja fyrir,“ segir Svandís. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja hvort og hvernig er hægt að skima alla farþega hingað til lands. „Það er í mörg horn að líta og verður fróðlegt að sjá hvað verkefnahópurinn leggur til. Við erum líka að skoða aðra hluti. Til dæmis smit og upplýsingar úr smitrakningargrunninum hvort við getum betur skilgreint áhættu á smiti frá einstaklingum sem eru með lítil einkenni. Þetta er áskorun sem mun vega inn í mitt mat,“ segir Þórólfur. Hann ætlar að leggja mat á málið út frá læknisfræði- og sóttvarnalegum hlutum. „Efnahagslegu- og samfélagslegu þættirnir eru á borði pólitíkusana. Þeir verða að ákveða hvort þeir taki þeim tillögum sem ég kem með eða ekki eða hvort þeir geti samrýmt þær tillögur við eitthvað annað, það verður framtíðin að leiða í ljós,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Sjá meira