Körfubolti

Martin hefur lokið leik í EuroLeague

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin lék vel á fyrsta tímabili sínu í EuroLeague.
Martin lék vel á fyrsta tímabili sínu í EuroLeague. GETTY/MIKE KIREEV

Búið er að blása keppni í EuroLeague, sterkustu körfuboltadeild Evrópu, af vegna kórónuveirufaraldursins. Sömu sögu er að segja af EuroCup.

Martin Hermannsson og Haukur Helgi Pálsson hafa því lokið leik í Evrópukeppnunum í vetur.

Martin leikur með Alba Berlin sem var í 16. sæti EuroLeague þegar keppni var hætt.

Ákveðið hefur verið að ekkert lið verði krýnt meistari og ekkert lið falli úr EuroLeague.

Ekki liggur fyrir hvort Martin verður áfram hjá Alba Berlin. Hann hefur m.a. verið orðaður við gríska stórliðið Panathinaikos.

Haukur Helgi leikur með rússneska liðinu Unics Kazan sem var komið í átta liða úrslit EuroCup. Liðið verður áfram með keppnisrétt í EuroCup á næsta tímabili.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.