Körfubolti

Martin Hermannsson á leiðinni í gríska stórveldið  Panathinikos?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Er Martin á leiðinni til gríska stórveldisins Panathinikos.
Er Martin á leiðinni til gríska stórveldisins Panathinikos. Vísir/Bára

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið orðaður við gríska körfuboltastórveldið Panathinikos.

Martin var frábær í liði Alba Berlín í vetur áður en deildinni var frestað vegna kórónuveirunnar og fór mikinn í með liðinu í hinni margrómuðu EuroLeague, Evrópudeild körfuboltans. Þá átti hann magnaðan leik í eins stigs sigri Berlín, 106-105 á gríska liðinu í Evrópudeildinni. Martin gerði 20 stig og tók tíu fráköst.

Ítalski miðillinn Sportando sem greinir frá.

Martin er einkar eftirsóttur um þessar mundir en spænska liðið Valencia er einnig á eftir honum samkvæmt heimildum Karfan.is og þá er hefur hann daðrað við að taka þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar.

Panathinikos var í 6. sæti Euroleague þegar deildin fór í hlé vegna kórónufaraldursins. Þá hefur liðið sex sinnum unnið EuroLeague og 37 sinnum hafa þeir landað gríska meistaratitlinum. 


Tengdar fréttir

Martin á leið í tíu liða úrslitakeppni

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín munu spila í tíu liða úrslitakeppni í Þýskalandi sem ljúka á fyrir 30. júní, ef áætlanir ganga eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×