Körfubolti

Martin Hermannsson á leiðinni í gríska stórveldið  Panathinikos?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Er Martin á leiðinni til gríska stórveldisins Panathinikos.
Er Martin á leiðinni til gríska stórveldisins Panathinikos. Vísir/Bára

Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið orðaður við gríska körfuboltastórveldið Panathinikos.

Martin var frábær í liði Alba Berlín í vetur áður en deildinni var frestað vegna kórónuveirunnar og fór mikinn í með liðinu í hinni margrómuðu EuroLeague, Evrópudeild körfuboltans. Þá átti hann magnaðan leik í eins stigs sigri Berlín, 106-105 á gríska liðinu í Evrópudeildinni. Martin gerði 20 stig og tók tíu fráköst.

Ítalski miðillinn Sportando sem greinir frá.

Martin er einkar eftirsóttur um þessar mundir en spænska liðið Valencia er einnig á eftir honum samkvæmt heimildum Karfan.is og þá er hefur hann daðrað við að taka þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar.

Panathinikos var í 6. sæti Euroleague þegar deildin fór í hlé vegna kórónufaraldursins. Þá hefur liðið sex sinnum unnið EuroLeague og 37 sinnum hafa þeir landað gríska meistaratitlinum. 


Tengdar fréttir

Martin á leið í tíu liða úrslitakeppni

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín munu spila í tíu liða úrslitakeppni í Þýskalandi sem ljúka á fyrir 30. júní, ef áætlanir ganga eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.