Það getur þetta enginn Sara Óskarsson skrifar 7. febrúar 2020 21:07 Um daginn var fjallað í heimspressunni um viðtal við Blake Lively þar sem að hún talar opinskátt um viðbrigðin sem það hafði verið að eignast þriðja barnið; „Það er eins og að fara úr tveimur í þrjú þúsund,“ sagði Gossip Girl leikkonan í morgunþættinum Good Morning America. Hún bætti því svo við að þau hjónin ættu svo mörg börn núna að það væri „sturlun“. „Eitt sem ekkert, tvö sem tíu“ var sagt hér á árum áður um barneignir. En hvað segjum við um það þriðja, já og jafnvel það fjórða? Það er að mínu mati allt of lítið gert úr því í samfélaginu hversu krefjandi foreldrahlutverkið er í raun og veru - og of lítið gert úr því hvernig það er þegar að kröfur samfélagsins bætast ofan á allt hitt: Íþróttaleikir eldsnemma á sunnudagsmorgnum oft í öðru bæjarfélagi, bekkjarkvöld, mömmumorgnar, pabbamorgnar, tónleikar í skólanum, tónleikar í tónlistarskólanum, bekkjarafmæli, íþróttaferðalög, dósasöfnun, fjáraflanir, páska-, jólaföndurkvöld, þorrablót, öskudagur, hrekkjavaka, blár dagur, bleikur dagur, grænn dagur, dótadagur, bangsadagur, doppótturdagur (ég er ekki að skálda!) Uppskeruhátíð, jól í skókassa, alþjóðlegi dagurinn, starfsdagur, „allir-veikir-dagurinn“, lúsaleit, rassarannsókn, heimalestur, heimanám, píanóæfing, námsmat, allskonar námskeið, kóræfing, kórtónleikar, aukanesti, sparinesti (en engar hnetur og ekkert gos og lítill sykur takk!), námskynning, forvarnakynning, tannverndarvika, ganga-í-skólann, hjóla-í-skólann, gul viðvörun/sækja snemma, skólaferðalag/mæta snemma og sækja seint. Foreldraviðtöl (skólinn lokaður!), haustfrí, vetrarfrí, endalausir póstar; vikupóstur, helgarpóstur, lúsapóstur, ástundunar-, fimleika-, handbolta-, dans-, fótbolta-, já allskonar póstar OG SVO FRAMVEGIS. Að öllu frábæra starfsfólki skólanna og íþróttafélaganna ólöstuðu, þá er samfélagsgerðin okkar í kringum það að eiga börn allt of hástefnt. Ofan á þetta bætist jú allt þetta venjulega sem þarf að gera líka; klipping, tannlæknir, augnlæknir, húðlæknir, sálfræðingur, heimilislæknir, brjóstagjöf/að hætta á brjósti, hætta á bleyju eftir atvikum osfr. tombóla, nammidagur, kósíkvöld, gæðastundir, ferðalög, jólin, páskar, afmælisveislur. Almenn heimilisþrif, eldamennska, baða, hugga, lesa, svæfa, þvottur, innkaup, svefnlausar nætur... Og muna að vera gott og yfirvegað foreldri og njóta! Og helst rækta sambandið í leiðinni takk. Já og svo þarf að þéna pening inn á heimilið! Er skrýtið að fólk sé að brenna út og örmagnast í hrönnum? Nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Um daginn var fjallað í heimspressunni um viðtal við Blake Lively þar sem að hún talar opinskátt um viðbrigðin sem það hafði verið að eignast þriðja barnið; „Það er eins og að fara úr tveimur í þrjú þúsund,“ sagði Gossip Girl leikkonan í morgunþættinum Good Morning America. Hún bætti því svo við að þau hjónin ættu svo mörg börn núna að það væri „sturlun“. „Eitt sem ekkert, tvö sem tíu“ var sagt hér á árum áður um barneignir. En hvað segjum við um það þriðja, já og jafnvel það fjórða? Það er að mínu mati allt of lítið gert úr því í samfélaginu hversu krefjandi foreldrahlutverkið er í raun og veru - og of lítið gert úr því hvernig það er þegar að kröfur samfélagsins bætast ofan á allt hitt: Íþróttaleikir eldsnemma á sunnudagsmorgnum oft í öðru bæjarfélagi, bekkjarkvöld, mömmumorgnar, pabbamorgnar, tónleikar í skólanum, tónleikar í tónlistarskólanum, bekkjarafmæli, íþróttaferðalög, dósasöfnun, fjáraflanir, páska-, jólaföndurkvöld, þorrablót, öskudagur, hrekkjavaka, blár dagur, bleikur dagur, grænn dagur, dótadagur, bangsadagur, doppótturdagur (ég er ekki að skálda!) Uppskeruhátíð, jól í skókassa, alþjóðlegi dagurinn, starfsdagur, „allir-veikir-dagurinn“, lúsaleit, rassarannsókn, heimalestur, heimanám, píanóæfing, námsmat, allskonar námskeið, kóræfing, kórtónleikar, aukanesti, sparinesti (en engar hnetur og ekkert gos og lítill sykur takk!), námskynning, forvarnakynning, tannverndarvika, ganga-í-skólann, hjóla-í-skólann, gul viðvörun/sækja snemma, skólaferðalag/mæta snemma og sækja seint. Foreldraviðtöl (skólinn lokaður!), haustfrí, vetrarfrí, endalausir póstar; vikupóstur, helgarpóstur, lúsapóstur, ástundunar-, fimleika-, handbolta-, dans-, fótbolta-, já allskonar póstar OG SVO FRAMVEGIS. Að öllu frábæra starfsfólki skólanna og íþróttafélaganna ólöstuðu, þá er samfélagsgerðin okkar í kringum það að eiga börn allt of hástefnt. Ofan á þetta bætist jú allt þetta venjulega sem þarf að gera líka; klipping, tannlæknir, augnlæknir, húðlæknir, sálfræðingur, heimilislæknir, brjóstagjöf/að hætta á brjósti, hætta á bleyju eftir atvikum osfr. tombóla, nammidagur, kósíkvöld, gæðastundir, ferðalög, jólin, páskar, afmælisveislur. Almenn heimilisþrif, eldamennska, baða, hugga, lesa, svæfa, þvottur, innkaup, svefnlausar nætur... Og muna að vera gott og yfirvegað foreldri og njóta! Og helst rækta sambandið í leiðinni takk. Já og svo þarf að þéna pening inn á heimilið! Er skrýtið að fólk sé að brenna út og örmagnast í hrönnum? Nei.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar