Það getur þetta enginn Sara Óskarsson skrifar 7. febrúar 2020 21:07 Um daginn var fjallað í heimspressunni um viðtal við Blake Lively þar sem að hún talar opinskátt um viðbrigðin sem það hafði verið að eignast þriðja barnið; „Það er eins og að fara úr tveimur í þrjú þúsund,“ sagði Gossip Girl leikkonan í morgunþættinum Good Morning America. Hún bætti því svo við að þau hjónin ættu svo mörg börn núna að það væri „sturlun“. „Eitt sem ekkert, tvö sem tíu“ var sagt hér á árum áður um barneignir. En hvað segjum við um það þriðja, já og jafnvel það fjórða? Það er að mínu mati allt of lítið gert úr því í samfélaginu hversu krefjandi foreldrahlutverkið er í raun og veru - og of lítið gert úr því hvernig það er þegar að kröfur samfélagsins bætast ofan á allt hitt: Íþróttaleikir eldsnemma á sunnudagsmorgnum oft í öðru bæjarfélagi, bekkjarkvöld, mömmumorgnar, pabbamorgnar, tónleikar í skólanum, tónleikar í tónlistarskólanum, bekkjarafmæli, íþróttaferðalög, dósasöfnun, fjáraflanir, páska-, jólaföndurkvöld, þorrablót, öskudagur, hrekkjavaka, blár dagur, bleikur dagur, grænn dagur, dótadagur, bangsadagur, doppótturdagur (ég er ekki að skálda!) Uppskeruhátíð, jól í skókassa, alþjóðlegi dagurinn, starfsdagur, „allir-veikir-dagurinn“, lúsaleit, rassarannsókn, heimalestur, heimanám, píanóæfing, námsmat, allskonar námskeið, kóræfing, kórtónleikar, aukanesti, sparinesti (en engar hnetur og ekkert gos og lítill sykur takk!), námskynning, forvarnakynning, tannverndarvika, ganga-í-skólann, hjóla-í-skólann, gul viðvörun/sækja snemma, skólaferðalag/mæta snemma og sækja seint. Foreldraviðtöl (skólinn lokaður!), haustfrí, vetrarfrí, endalausir póstar; vikupóstur, helgarpóstur, lúsapóstur, ástundunar-, fimleika-, handbolta-, dans-, fótbolta-, já allskonar póstar OG SVO FRAMVEGIS. Að öllu frábæra starfsfólki skólanna og íþróttafélaganna ólöstuðu, þá er samfélagsgerðin okkar í kringum það að eiga börn allt of hástefnt. Ofan á þetta bætist jú allt þetta venjulega sem þarf að gera líka; klipping, tannlæknir, augnlæknir, húðlæknir, sálfræðingur, heimilislæknir, brjóstagjöf/að hætta á brjósti, hætta á bleyju eftir atvikum osfr. tombóla, nammidagur, kósíkvöld, gæðastundir, ferðalög, jólin, páskar, afmælisveislur. Almenn heimilisþrif, eldamennska, baða, hugga, lesa, svæfa, þvottur, innkaup, svefnlausar nætur... Og muna að vera gott og yfirvegað foreldri og njóta! Og helst rækta sambandið í leiðinni takk. Já og svo þarf að þéna pening inn á heimilið! Er skrýtið að fólk sé að brenna út og örmagnast í hrönnum? Nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Um daginn var fjallað í heimspressunni um viðtal við Blake Lively þar sem að hún talar opinskátt um viðbrigðin sem það hafði verið að eignast þriðja barnið; „Það er eins og að fara úr tveimur í þrjú þúsund,“ sagði Gossip Girl leikkonan í morgunþættinum Good Morning America. Hún bætti því svo við að þau hjónin ættu svo mörg börn núna að það væri „sturlun“. „Eitt sem ekkert, tvö sem tíu“ var sagt hér á árum áður um barneignir. En hvað segjum við um það þriðja, já og jafnvel það fjórða? Það er að mínu mati allt of lítið gert úr því í samfélaginu hversu krefjandi foreldrahlutverkið er í raun og veru - og of lítið gert úr því hvernig það er þegar að kröfur samfélagsins bætast ofan á allt hitt: Íþróttaleikir eldsnemma á sunnudagsmorgnum oft í öðru bæjarfélagi, bekkjarkvöld, mömmumorgnar, pabbamorgnar, tónleikar í skólanum, tónleikar í tónlistarskólanum, bekkjarafmæli, íþróttaferðalög, dósasöfnun, fjáraflanir, páska-, jólaföndurkvöld, þorrablót, öskudagur, hrekkjavaka, blár dagur, bleikur dagur, grænn dagur, dótadagur, bangsadagur, doppótturdagur (ég er ekki að skálda!) Uppskeruhátíð, jól í skókassa, alþjóðlegi dagurinn, starfsdagur, „allir-veikir-dagurinn“, lúsaleit, rassarannsókn, heimalestur, heimanám, píanóæfing, námsmat, allskonar námskeið, kóræfing, kórtónleikar, aukanesti, sparinesti (en engar hnetur og ekkert gos og lítill sykur takk!), námskynning, forvarnakynning, tannverndarvika, ganga-í-skólann, hjóla-í-skólann, gul viðvörun/sækja snemma, skólaferðalag/mæta snemma og sækja seint. Foreldraviðtöl (skólinn lokaður!), haustfrí, vetrarfrí, endalausir póstar; vikupóstur, helgarpóstur, lúsapóstur, ástundunar-, fimleika-, handbolta-, dans-, fótbolta-, já allskonar póstar OG SVO FRAMVEGIS. Að öllu frábæra starfsfólki skólanna og íþróttafélaganna ólöstuðu, þá er samfélagsgerðin okkar í kringum það að eiga börn allt of hástefnt. Ofan á þetta bætist jú allt þetta venjulega sem þarf að gera líka; klipping, tannlæknir, augnlæknir, húðlæknir, sálfræðingur, heimilislæknir, brjóstagjöf/að hætta á brjósti, hætta á bleyju eftir atvikum osfr. tombóla, nammidagur, kósíkvöld, gæðastundir, ferðalög, jólin, páskar, afmælisveislur. Almenn heimilisþrif, eldamennska, baða, hugga, lesa, svæfa, þvottur, innkaup, svefnlausar nætur... Og muna að vera gott og yfirvegað foreldri og njóta! Og helst rækta sambandið í leiðinni takk. Já og svo þarf að þéna pening inn á heimilið! Er skrýtið að fólk sé að brenna út og örmagnast í hrönnum? Nei.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar