Körfubolti

EuroLeague frestar leikjum ótímabundið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin Hermannsson í leik með Alba Berlín í EuroLeague í vetur.
Martin Hermannsson í leik með Alba Berlín í EuroLeague í vetur. Aitor Arrizabalaga/Euroleague Basketball/Getty Images

FIBA, alþjóða körfuboltasambandið, hefur frestað öllum leikjum sínum ótímabundið en það eru fleiri mótshaldarar í körfuboltanum sem hafa aflýst leikjum. EuroLeague, Meistaradeildin í körfubolta, hefur einnig frestað leikjum en þar sem íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson leikur með liði sínu Alba Berlín.

Forsvarsmenn EuroLeague hafa legið undir feld síðan í morgun en hvert smitið á fætur öðru hefur litið dagsins ljós í dag. Leikjum og deildum um gervalla Evrópu hefur verið frestað ótímabundið og nú hefur EuroLeague farið sömu leið.

Í yfirlýsingu deildarinnar segir að heilsa almennings sé í forgangi. Spilar skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar á kórónuveirunni inn í ákvörðun EuroLeague. Er veiran nú skilgreind sem faraldur.

EuroLeague telur að með því að fresta leikjum megi hefta útbreiðslu veirunnar að einhverju leyti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×