Sport

Dana vandar fjöl­miðla­mönnum ekki kveðjurnar og hraunar yfir blaða­mann New York Times

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dana White.
Dana White. vísir/getty

Dana White, forseti UFC, hefur enn eina ferðina látið fjölmiðlamenn heyra það. Nú segir hann að ákveðnir fjölmiðlamenn hafi með ráðum reynt að skemma viðburði hans á síðustu vikum en þeir hafa verið umdeildir á tímum kórónuveirunnar.

White var einn þeirra sem sagðist ætla að vera fyrstur til þess að koma íþróttum aftur á skjáinn eftir kórónuveiruna og hann stóð við það loforð en þrír UFC-viðburðir hafa farið fram í mánuðinum þrátt fyrir skrif ákveðinna fjölmiðlamanna.

„Við vorum að reyna finna út úr því hvernig væri hægt að koma íþróttum aftur á skjáinn á sem öruggastan máta og leysa vandamálin sem voru þar að baki en fyrir hverja helgi voru svo margir miðlar, eins og New York Times, að reyna koma í veg fyrir að þetta myndi takast,“ sagði White í samtali við Hannity Show á Fox sjónvarpsstöðinni.

Hann tekur þá sérstaklega Kevin Draper frá New York Times fyrir en hann tók viðtal við forseta ESPN á dögunum. ESPN sýnir frá bardögum UFC og er einn helsti styrktaraðili sambandsins.

„Þessi gaur frá New York Times tók viðtal við forseta ESPN, Jimmy Pitaro, í 45 mínútur. Eyddi 45 mínútum af lífi sínu og hann vitnaði ekki einu sinni í hann. Veistu af hverju? Því þetta var of jákvætt.“

Endurkoma UFC tókst vel en einungis þurfti að blása einn bardaga af vegna kórónuveirunnar eftir að Jacare Souza og hans þjálfarar greindust með veiruna.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×