Sport

Dagskráin í dag: Gummi Ben og sérfræðingarnir hita upp fyrir Pepsi Max

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gummi Ben og sérfræðingarnir hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla sem hefst eftir innan við mánuð.
Gummi Ben og sérfræðingarnir hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla sem hefst eftir innan við mánuð. vísir/S2s

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Það styttist og styttist í Pepsi Max-deildirnar í fótbolta og að því tilefni er Stöð 2 Sport byrjað að hita upp. Guðmundur Benediktsson, annar þáttarstjórnandi Pepsi Max-markanna, fær til sín góða gesti í kvöld þar sem þeir hita upp fyrir komandi tímabil í Pepsi Max-deild karla. Hefst þátturinn 21.15 og verður í opinni dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Goðsagnir íslensku knattspyrnunnar verða í algleymingi á Stöð 2 Sport 2 í dag. Ingi Björn Albertsson, Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson eru á meðal þeirra goðsagna sem verða á skjám landsmanna í dag en einnig á Stöð 2 Sport í 2 dag má finna síðasta úrslitaeinvígi í Dominos-deild karla í körfubolta milli KR og ÍR.

Stöð 2 Sport 3

Shellmótin, Pæjumótið á Siglufirði, Norðurálsmótið, Rey Cup-mótið og Símamótið má sjá á Stöð 2 Sport 3 í dag sem og þáttaröðina 1 á 1 þar sem áðurnefndur Gummi Ben hittir marga af færasta knattspyrnufólki og knattspyrnuþjálfurum landsins. Deginum er svo lokað með skemmtilegum spurningaþáttunum Manstu.

Stöð 2 eSport

Útsending frá leikjum í Lenovo deildinni í League of Legends, Counter Strike og einnig má finna viðureign úr Vodafone-deildinni á Stöð 2 eSport í dag.

Stöð 2 Golf

Sitt lítið af hverju má finna á Stöð 2 Golf í dag. Þar má finna það helsta frá ferli Arnold Palmer sem og þætti um Ryder Cup-mótin frá árunum 2016 og 2018.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.