Sport

Sportið í dag: Milka, handboltaumboðsmaður Íslands og kíkt í skúrinn hjá KR-goðsögn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atli stýra Sportinu í dag.
Henry Birgir og Kjartan Atli stýra Sportinu í dag. vísir/vilhelm

Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson bjóða upp á stútfullan þátt af Sportinu í dag. Venju samkvæmt hefst þátturinn klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Körfuknattleikskappinn Dominykas Milka kemur í settið í dag en þessi frábæri leikmaður er nýbúinn að framlengja við Keflavík. Hann segir sögu sína. 

Strákarnir heyra einnig í handboltaumboðsmanni Íslands, Arnari Frey Theodórssyni, en hann þekkir landslagið í handboltaheiminum út og inn. 

Keflvíkingar í körfunni hafa verið að semja við leikmenn og fjáröflun félagsins hefur líka gengið vel. Við heyrum í Keflvíkingum með það mál og svo förum við í Kórinn og tökum púlsinn á HK en handboltaleikmenn félagsins hafa gefið eftir öll sín laun það sem eftir lifir tímabils. 

Svo kíkjum við í einn flottasta bílskúr landsins þar sem KR-goðsögn býr en Þorgeir Guðmundsson spilaði Evrópuleik KR og Liverpool á sínum tíma og segir þá sögu sem og fleiri góðar.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×