Fótbolti

Fyrrum heimsmeistari berst við kórónuveiruna á spítala

Anton Ingi Leifsson skrifar
Norman Hunter er einn ástsælasti leikmaður Leeds og var í sigurliði Englendinga á HM 1966.
Norman Hunter er einn ástsælasti leikmaður Leeds og var í sigurliði Englendinga á HM 1966.

Norman Hunter, fyrrum leikmaður Leeds og enska landsliðsins í knattspyrnu, liggur nú á spítala á Englandi þar sem hann berst við Covid19-sjúkdóminn.

Leeds staðfesti þetta á heimasíðu sinni fyrr í dag en þar segir að félagið sendir baráttukveðjur á Norman og að félagið sé með honum á þessum erfiðu tímum.

Hann var í leikmannahópi Englands á HM 1966 en lék ekki neinn leik á mótinu þar sem þeir bróðir Sir Bobby Carlton, Jack, og fyrirliði enska landsliðsins Bobby Moore léku í vörn enska landsliðsins á mótinu.

Norman lék þó 28 leiki með enska landsliðinu og spilaði allt í allt 540 leiki fyrir Leeds. Hann skoraði átján mörk og er goðsögn hjá félaginu en hann var valinn leikmaður ársins á Englandi árið 1974.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×