Handbolti

Danir kveiktu á teknói til að yfirgnæfa Lofsönginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eftirminnilegt var þegar íslenskir áhorfendur kláruðu Lofsönginn eftir að slökkt hafði verið á honum á EM 2014.
Eftirminnilegt var þegar íslenskir áhorfendur kláruðu Lofsönginn eftir að slökkt hafði verið á honum á EM 2014. EPA/Bo Amstrup

Í Seinni bylgjunni, þar sem Guðjón Valur Sigurðsson fór yfir landsliðsferilinn, rifjaði hann m.a. upp þegar slökkt var á íslenska þjóðsöngnum fyrir fyrsta leik Íslands á EM 2014 í Danmörku. Íslendingar unnu þá Norðmenn, 31-26.

„Þetta gaf svolítið tóninn þegar þeir slökktu á þjóðsöngnum og stúkan kláraði hann. Ég veit ekki hvert við ætluðum,“ sagði Guðjón Valur.

„Stuðningsmennirnir ætluðu að gera þetta áfram en í öðrum eða þriðja leiknum kveiktu þeir á einhverri teknótónlist til að yfirgnæfa íslensku áhorfendurna. Það fór svolítið í taugarnar á okkur,“ bætti Guðjón Valur við.

Evrópumótið 2014 var frábært bæði fyrir íslenska liðið og Guðjón Valur. Ísland endaði í 5. sæti mótsins og Guðjón Valur var næstmarkahæsti leikmaður þess.

„Þetta var gott mót. Við vorum massívir og mjög flottir,“ sagði Guðjón Valur sem er markahæsti leikmaður í sögu Evrópumótsins með 288 mörk.

Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um EM 2014

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir

„Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“

Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum.

Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn

Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.