Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2020 23:00 Guðjón Valur mælti með því að fólk næði sér í fisk í Fiskbúð Fúsa og hafði mjög gaman af kveðjunni frá félaga sínum. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. Guðjón minntist á Fúsa þegar hann fór yfir landsliðsferil sinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn, til að mynda frábæra innkomu hans á EM 2002, og benti á að þar hefði farið leikmaður með líkama sem „fengist ekki í Bónus“. Innslagið má sjá hér að neðan. „Fúsi var eitthvað „sérstakt“. Þessi skrokkur, að vera 115-120 kg en geta samt hreyft sig eins og hann gat… það var ótrúlega gaman þegar hann var heill og leiðinlegt að hann skyldi enda í þeim meiðslum sem hann fer út á,“ sagði Guðjón. Hann hafði mjög gaman af sögu sem að Sigfús, sem síðasta haust fagnaði 20 ára edrúmennsku, rifjaði upp: „Það rifjast upp fyrir mér þegar ég var byrjaður að spila aftur með landsliðinu eftir meðferð. Þá var ég nú próflaus og átti í vandræðum með að komast til og frá æfingum. Við vorum þá að æfa úti um allt, úti á Nesi, í Austurbergi og Höllinni. Ég var nú alltaf sóttur heim og keyrður heim, og það var nú yfirleitt Guðjón Valur sem var að keyra mig. Þeir sátu tveir í bílnum, Einar [Örn Jónsson] og Gaui, og gengu þá undir nafninu „feður mínir“,“ sagði Sigfús léttur í bragði og beindi svo orðum sínum til Guðjóns: „Ég vil bara óska þér til hamingju með frábæran feril. það er stórkostlegt að sjá hvað þú hefur náð langt. Það var eiginlega vitað þegar þú varst að spila hvað þú myndir ná langt, ekki bara út af hæfileikunum sem þú hefur sem handboltamaður heldur aðallega út af skapgerðinni sem þú hefur. Bæði frábær keppnismaður og númer eitt, tvö og þrjú frábær persóna. Ég óska þér til hamingju með ferilinn þinn, lífið og tilveruna, og það er gaman að sjá þig kominn í hóp okkar „retired“ handboltamanna. Kær kveðja, þinn Fúsi.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja til Guðjóns frá Fúsa Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Seinni bylgjan Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
„Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. Guðjón minntist á Fúsa þegar hann fór yfir landsliðsferil sinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn, til að mynda frábæra innkomu hans á EM 2002, og benti á að þar hefði farið leikmaður með líkama sem „fengist ekki í Bónus“. Innslagið má sjá hér að neðan. „Fúsi var eitthvað „sérstakt“. Þessi skrokkur, að vera 115-120 kg en geta samt hreyft sig eins og hann gat… það var ótrúlega gaman þegar hann var heill og leiðinlegt að hann skyldi enda í þeim meiðslum sem hann fer út á,“ sagði Guðjón. Hann hafði mjög gaman af sögu sem að Sigfús, sem síðasta haust fagnaði 20 ára edrúmennsku, rifjaði upp: „Það rifjast upp fyrir mér þegar ég var byrjaður að spila aftur með landsliðinu eftir meðferð. Þá var ég nú próflaus og átti í vandræðum með að komast til og frá æfingum. Við vorum þá að æfa úti um allt, úti á Nesi, í Austurbergi og Höllinni. Ég var nú alltaf sóttur heim og keyrður heim, og það var nú yfirleitt Guðjón Valur sem var að keyra mig. Þeir sátu tveir í bílnum, Einar [Örn Jónsson] og Gaui, og gengu þá undir nafninu „feður mínir“,“ sagði Sigfús léttur í bragði og beindi svo orðum sínum til Guðjóns: „Ég vil bara óska þér til hamingju með frábæran feril. það er stórkostlegt að sjá hvað þú hefur náð langt. Það var eiginlega vitað þegar þú varst að spila hvað þú myndir ná langt, ekki bara út af hæfileikunum sem þú hefur sem handboltamaður heldur aðallega út af skapgerðinni sem þú hefur. Bæði frábær keppnismaður og númer eitt, tvö og þrjú frábær persóna. Ég óska þér til hamingju með ferilinn þinn, lífið og tilveruna, og það er gaman að sjá þig kominn í hóp okkar „retired“ handboltamanna. Kær kveðja, þinn Fúsi.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja til Guðjóns frá Fúsa Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00
Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30
Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00