Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2020 11:30 Guðjón Valur fékk nóg af hrokanum í Ulrik Wilbek. vísir/getty Ulrik Wilbek, þáverandi þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, vildi ekki taka í höndina á Guðjóni Val Sigurðssyni eftir jafntefli Íslands og Danmerkur, 32-32, í riðlakeppni Ólympíuleikanna í Peking 2008. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Íslands úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Wilbek var langt frá því að vera sáttur með vítadóminn og það sauð enn á honum þegar liðin gengu af vellinum. Guðjón Valur rifjaði upp viðskipti sín og Wilbæks eftir þennan fræga leik í Peking með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var bara að þakka honum fyrir leikinn. Hann virti mig ekki viðlits og hreytti einhverju í mig. Þá var ég yngri og vitlausari og það var nóg til að mér hitnaði aðeins. Þá lét ég hann heyra það að hann væri kannski ekki jafn merkilegur pappír og honum fannst hann vera,“ sagði Guðjón Valur. Fjallað var um orðaskipti Guðjóns Vals og Wilbek á forsíðu Fréttablaðsins.mynd/úrklippa úr fréttablaðinu Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi segist sjá eftir orðaskiptunum við Wilbek. „Þótt maðurinn vilji ekki taka í hendina á mér eftir leikinn á það ekki að hafa nokkur áhrif á mig. En það gerði það á þessum tíma. Svo þarf maður stundum að velja sér sína baráttu og stað og stund,“ sagði Guðjón Valur. „TV 2 var við hliðina á og einhver Dani spurði mig af hverju ég hefði sagt honum að fokka sér. Ég var með míkrafón í andlitinu. Þetta var vitlaust og rangt hjá mér, alveg sama hvernig hann kom fram. Ég sá eftir því. Hann baðst svo afsökunar og ég gerði það líka. Það var bara fyrir blaðamennina og ljósmyndarana sem voru þarna. En ég á mjög erfitt með þá sem láta rigna upp í nefið á sér en þetta var rangt hjá mér.“ Íslendingar fóru alla leið í úrslit á Ólympíuleikunum 2008 og komu heim með silfurpening um hálsinn. Danir féllu hins vegar úr leik fyrir Króötum í átta liða úrslitum. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um rifrildið við Wilbæk Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira
Ulrik Wilbek, þáverandi þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, vildi ekki taka í höndina á Guðjóni Val Sigurðssyni eftir jafntefli Íslands og Danmerkur, 32-32, í riðlakeppni Ólympíuleikanna í Peking 2008. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Íslands úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út. Wilbek var langt frá því að vera sáttur með vítadóminn og það sauð enn á honum þegar liðin gengu af vellinum. Guðjón Valur rifjaði upp viðskipti sín og Wilbæks eftir þennan fræga leik í Peking með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var bara að þakka honum fyrir leikinn. Hann virti mig ekki viðlits og hreytti einhverju í mig. Þá var ég yngri og vitlausari og það var nóg til að mér hitnaði aðeins. Þá lét ég hann heyra það að hann væri kannski ekki jafn merkilegur pappír og honum fannst hann vera,“ sagði Guðjón Valur. Fjallað var um orðaskipti Guðjóns Vals og Wilbek á forsíðu Fréttablaðsins.mynd/úrklippa úr fréttablaðinu Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi segist sjá eftir orðaskiptunum við Wilbek. „Þótt maðurinn vilji ekki taka í hendina á mér eftir leikinn á það ekki að hafa nokkur áhrif á mig. En það gerði það á þessum tíma. Svo þarf maður stundum að velja sér sína baráttu og stað og stund,“ sagði Guðjón Valur. „TV 2 var við hliðina á og einhver Dani spurði mig af hverju ég hefði sagt honum að fokka sér. Ég var með míkrafón í andlitinu. Þetta var vitlaust og rangt hjá mér, alveg sama hvernig hann kom fram. Ég sá eftir því. Hann baðst svo afsökunar og ég gerði það líka. Það var bara fyrir blaðamennina og ljósmyndarana sem voru þarna. En ég á mjög erfitt með þá sem láta rigna upp í nefið á sér en þetta var rangt hjá mér.“ Íslendingar fóru alla leið í úrslit á Ólympíuleikunum 2008 og komu heim með silfurpening um hálsinn. Danir féllu hins vegar úr leik fyrir Króötum í átta liða úrslitum. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um rifrildið við Wilbæk Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Sjá meira