Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 09:00 Alexander Petersson í leik með íslenska landsliðinu í handbolta. epa/Diego Azubel Herbergisfélagarnir Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson fengu óblíðar móttökur á Evrópumótinu í Sviss árið 2006 og Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði það upp í Seinni bylgjunni í gær þegar hann fór yfir landsliðsferilinn sinn. Örvhentu leikmenn íslenska liðsins á þessu Evrópumóti höfðu ekki heppnina með sér og íslenska liðið mátti ekki við því og rétt missti af undanúrslitunum. Misstum bara eina hlið út. „Óli dettur út í riðlinum en kemur svo til baka. Einar Hólmgeirs rotast á móti Króatíu og Lexi kjálkabrotnar á móti Rússum. Það er ekkert grín að missa leikmenn eins og Ólaf, Lexa og Einar Hólmgeirsson því við missum bara eina hlið út. Geiri var bara einn eftir,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Þegar Einar kemur aftur á hótelið um kvöldið þá situr hann upp á einhverjum stól og dettur aftur niður. Hann er náttúrulega út úr mótinu eftir þetta,“ sagði Guðjón Valur sem hefur enn móral yfir því að hafa pressað á kjálkabrotinn Alexander Petersson í hálfleik á móti Rússum. Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson, Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson fagna saman bronsinu á EM í Austurríki 2010.EPA/GEORG HOCHMUTH Sagði kjálkabrotnum manni að bíta á jaxlinn „Við Lexi sitjum saman í hálfleik á móti Rússunum og hann er eitthvað að þukla á kjálkanum sínum. Hann var búinn að spila stórkostlega vörn á móti Rastvortsev sem var ein besta vinstri skyttan í heiminum. Ég segi: Við erum með þá, við tökum þá. Hann umlar eitthvað og ég segi: Lexi, við hættum ekki núna, við gefumst ekki upp. Hann segir: Nei, nei, nei. Ég segi: Koma svo áfram, þú verður að bíta á jaxlinn,“ sagði Guðjón Valur og hélt áfram. „Bíta á jaxlinn... Hann var þríkjálkabrotinn og þurfti að fara í aðgerð en hann kláraði leikinn,“ sagði Guðjón Valur um framgöngu Alexanders Peterssonar. Íslenska liðið fagnaði sigri í leiknum 34-32 og var hársbreidd frá undanúrslitum. Alexander keyrði síðan heim frá Sviss til Þýskalands eftir mótið. Fær enn í magann þegar hann hugsar til þess „Einhverjir úr liðinu fóru inn á herbergið hjá þeim félögum, Einari og Alexander, eftir leikinn því þeir voru saman hjá Grosswallstadt á þessum tíma. Annar var rotaður og hinn var kjálkabrotinn. Maður hugsaði bara: Hverju getum við lent í?“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur hefur samt enn samviskubit yfir því sem hann sagði við Alexander í hálfleiknum. „Lexi er bara vélmenni og með réttu fær hann það viðurnefni. Að maður hafi reynt að hvetja hann til þess að spila. Ég fékk í magann og fæ enn í magann þegar ég hugsa til þess,“ sagði Guðjón Valur. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um EM 2006 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Herbergisfélagarnir Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson fengu óblíðar móttökur á Evrópumótinu í Sviss árið 2006 og Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði það upp í Seinni bylgjunni í gær þegar hann fór yfir landsliðsferilinn sinn. Örvhentu leikmenn íslenska liðsins á þessu Evrópumóti höfðu ekki heppnina með sér og íslenska liðið mátti ekki við því og rétt missti af undanúrslitunum. Misstum bara eina hlið út. „Óli dettur út í riðlinum en kemur svo til baka. Einar Hólmgeirs rotast á móti Króatíu og Lexi kjálkabrotnar á móti Rússum. Það er ekkert grín að missa leikmenn eins og Ólaf, Lexa og Einar Hólmgeirsson því við missum bara eina hlið út. Geiri var bara einn eftir,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Þegar Einar kemur aftur á hótelið um kvöldið þá situr hann upp á einhverjum stól og dettur aftur niður. Hann er náttúrulega út úr mótinu eftir þetta,“ sagði Guðjón Valur sem hefur enn móral yfir því að hafa pressað á kjálkabrotinn Alexander Petersson í hálfleik á móti Rússum. Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson, Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson fagna saman bronsinu á EM í Austurríki 2010.EPA/GEORG HOCHMUTH Sagði kjálkabrotnum manni að bíta á jaxlinn „Við Lexi sitjum saman í hálfleik á móti Rússunum og hann er eitthvað að þukla á kjálkanum sínum. Hann var búinn að spila stórkostlega vörn á móti Rastvortsev sem var ein besta vinstri skyttan í heiminum. Ég segi: Við erum með þá, við tökum þá. Hann umlar eitthvað og ég segi: Lexi, við hættum ekki núna, við gefumst ekki upp. Hann segir: Nei, nei, nei. Ég segi: Koma svo áfram, þú verður að bíta á jaxlinn,“ sagði Guðjón Valur og hélt áfram. „Bíta á jaxlinn... Hann var þríkjálkabrotinn og þurfti að fara í aðgerð en hann kláraði leikinn,“ sagði Guðjón Valur um framgöngu Alexanders Peterssonar. Íslenska liðið fagnaði sigri í leiknum 34-32 og var hársbreidd frá undanúrslitum. Alexander keyrði síðan heim frá Sviss til Þýskalands eftir mótið. Fær enn í magann þegar hann hugsar til þess „Einhverjir úr liðinu fóru inn á herbergið hjá þeim félögum, Einari og Alexander, eftir leikinn því þeir voru saman hjá Grosswallstadt á þessum tíma. Annar var rotaður og hinn var kjálkabrotinn. Maður hugsaði bara: Hverju getum við lent í?“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur hefur samt enn samviskubit yfir því sem hann sagði við Alexander í hálfleiknum. „Lexi er bara vélmenni og með réttu fær hann það viðurnefni. Að maður hafi reynt að hvetja hann til þess að spila. Ég fékk í magann og fæ enn í magann þegar ég hugsa til þess,“ sagði Guðjón Valur. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um EM 2006 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira