Sport

Conor sendi fjölskyldu síns mesta óvinar góðar kveðjur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Conor sýndi á sér sjaldséða hlið í gærkvöldi.
Conor sýndi á sér sjaldséða hlið í gærkvöldi. vísir/getty

Baradagakapparnir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov eru langt því frí að vera bestu vinir en Írinn Conor sendi hins vegar fjölskyldu Khabib og föður hans góðar kveðjur í gærkvöldi en faðirinn liggur þungt haldinn á spítala.

Faðir Khabib, Abdulmanap Nurmagomedov, var fluttur á spítala fyrr í mánuðinum en grunur var að hann væri með lungnabólgu. Einnig var kannað hvort að hann væri með COVID-19 sjúkdóminn en svo var ekki.

Frá því að hann var fluttur inn á spítala fyrr í mánuðinum hefur heilsu hans hrakað mikið og berst hinn 57 ára gamli Abdulmanap nú fyrir lífi sínu.

„Bið fyrir því að Abdulmanap Nurmagomdevov jafni sig. Maður sem á fleiri heimsmeistaratitla, þvert á allar bardagaíþróttir, en við vitum um. Sannur bardagasnillingur! Það hryggir mig að heyra þessar fréttir í kvöld og bið fyrir Nurmagodemov fjölskyldunni á þessum tímum,“ sagði Conor.

Conor og Khabib hafa háð margar rimmurnar bæði á samfélagsmiðlum og á ýmsum stöðum eftir að þeir börðust árið 2018 en þá hafði Khabib betur í fjórðu lotu. Þeir hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan og hatrið er mikið þeirra á milli.

Það var ekki bara Conor McGregor sem sendi fjölskyldu Khabib kveðjur því Dana White, forseti UFC, sendi fjölskyldunni einnig batakveðjur á Twitter í gær.

MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.