Tálbeitan tældi 8. nóvember 2009 19:16 Úr myndasafni. Mynd/AFP Gríðarleg eftirspurn er eftir vændi hér á landi. Um hundrað manns svöruðu einkamálaauglýsingu sem fréttastofa setti á einkamál.is á tæpum sólarhring og vildu kaupa vændi af nítján ára gamalli stúlku. Tveir menn mæltu sér mót við tálbeitu fréttastofu. Það á að loka þeim síðum sem hýsa auglýsingar um vændi, segir stjórnarkona í Stígamótum. Á Íslandi er ekki ólöglegt að stunda vændi. Það er hinsvegar ólöglegt að hagnast á því, kaupa það og auglýsa. Fréttastofa útbjó prófíl á einkamálum.is fyrir tæpum sólarhring. Notast var við nafnið draumadis19 með vísan í aldur stúlkunnar. Hún sagðist bjóða upp á erótískt heilnudd gegn gjaldi. Hægt væri þó að semja um verð og ýmislegt fleira. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, fyrirspurnir og tilboð um kaup á þjónustu hennar með svokölluðum - happy ending - bókstaflega flæddu inn. Óskir mannanna um kynlífsleiki og athafnir voru svo grófar að ekki er unnt að birta þær. Klukkan fjögur í dag höfðu 95 karlmenn og tvær konur sett sig í samband við Draumadís og óskað eftir að kaupa blíðu hennar. Rúmlega 1200 manns höfðu skoðað auglýsinguna. Fréttastofa mælti sér mót við fimm menn í dag. Tveir karlmenn mættu á staðinn, einn á fimmtugsaldri og einn á áttræðisaldri. Fyrir það hafði verið prúttað um verð fyrir kynmök og var verðbilið frá 10.000 krónum upp í 35.000 krónur.Margrét Steinarsdóttir.Mynd/Stefán KarlssonMargrét Steinarsdóttir, stjórnarkona í Stígamótum, segist vita mörg dæmi þess að vændi sé auglýst með þessum hætti. „Þetta er mjög algeng leið til að selja vændi og ekki síður hér heldur en annarsstaðar." Margrét segir að loka eigi síðum sem þessum. „Í mínum huga er þetta ólöglegt. Það hlýtur að vera einhver ábyrgð á þeim sem á netþjón að tryggja það að þarna fari ekki fram ólöglegt athæfi." Rúmu hálfu ári eftir að lög voru samþykkt sem banna kaup á vændi hefur enginn verið ákærður. Margrét segir eftirfylgni hafa vantað. „Við erum með lög núna sem banna kaup á kynlífsþjónustu og við verðum að gera fólki grein fyrir því það er að fremja lögbrot ef það fylgir svona auglýsingum eftir," segir Margrét. Frá Einkamálum fengust þær upplýsingar að takmarkað eftirlit sé með síðunni um helgar. Þeir eigi þó gott samstarf við lögregluna og loki síðum þar sem grunur leikur á að verið sé að auglýsa vændi. Nú rétt fyrir fréttir hafði auglýsingin verið fjarlægð. Tengdar fréttir Rukkar 20 þúsund fyrir samfarir Kaup nokkurra karlmanna á vændi eru til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið ákærður þótt hálft ár sé liðið frá því að vændiskaup voru bönnuð með lögum. Kolbrún Halldórsdóttir, ein þeirra sem barðist fyrir lagasetningunni, gagnrýnir lögreglu fyrir að setja vændiskaup ekki framar í forgangsröðina. 7. nóvember 2009 19:16 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Gríðarleg eftirspurn er eftir vændi hér á landi. Um hundrað manns svöruðu einkamálaauglýsingu sem fréttastofa setti á einkamál.is á tæpum sólarhring og vildu kaupa vændi af nítján ára gamalli stúlku. Tveir menn mæltu sér mót við tálbeitu fréttastofu. Það á að loka þeim síðum sem hýsa auglýsingar um vændi, segir stjórnarkona í Stígamótum. Á Íslandi er ekki ólöglegt að stunda vændi. Það er hinsvegar ólöglegt að hagnast á því, kaupa það og auglýsa. Fréttastofa útbjó prófíl á einkamálum.is fyrir tæpum sólarhring. Notast var við nafnið draumadis19 með vísan í aldur stúlkunnar. Hún sagðist bjóða upp á erótískt heilnudd gegn gjaldi. Hægt væri þó að semja um verð og ýmislegt fleira. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, fyrirspurnir og tilboð um kaup á þjónustu hennar með svokölluðum - happy ending - bókstaflega flæddu inn. Óskir mannanna um kynlífsleiki og athafnir voru svo grófar að ekki er unnt að birta þær. Klukkan fjögur í dag höfðu 95 karlmenn og tvær konur sett sig í samband við Draumadís og óskað eftir að kaupa blíðu hennar. Rúmlega 1200 manns höfðu skoðað auglýsinguna. Fréttastofa mælti sér mót við fimm menn í dag. Tveir karlmenn mættu á staðinn, einn á fimmtugsaldri og einn á áttræðisaldri. Fyrir það hafði verið prúttað um verð fyrir kynmök og var verðbilið frá 10.000 krónum upp í 35.000 krónur.Margrét Steinarsdóttir.Mynd/Stefán KarlssonMargrét Steinarsdóttir, stjórnarkona í Stígamótum, segist vita mörg dæmi þess að vændi sé auglýst með þessum hætti. „Þetta er mjög algeng leið til að selja vændi og ekki síður hér heldur en annarsstaðar." Margrét segir að loka eigi síðum sem þessum. „Í mínum huga er þetta ólöglegt. Það hlýtur að vera einhver ábyrgð á þeim sem á netþjón að tryggja það að þarna fari ekki fram ólöglegt athæfi." Rúmu hálfu ári eftir að lög voru samþykkt sem banna kaup á vændi hefur enginn verið ákærður. Margrét segir eftirfylgni hafa vantað. „Við erum með lög núna sem banna kaup á kynlífsþjónustu og við verðum að gera fólki grein fyrir því það er að fremja lögbrot ef það fylgir svona auglýsingum eftir," segir Margrét. Frá Einkamálum fengust þær upplýsingar að takmarkað eftirlit sé með síðunni um helgar. Þeir eigi þó gott samstarf við lögregluna og loki síðum þar sem grunur leikur á að verið sé að auglýsa vændi. Nú rétt fyrir fréttir hafði auglýsingin verið fjarlægð.
Tengdar fréttir Rukkar 20 þúsund fyrir samfarir Kaup nokkurra karlmanna á vændi eru til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið ákærður þótt hálft ár sé liðið frá því að vændiskaup voru bönnuð með lögum. Kolbrún Halldórsdóttir, ein þeirra sem barðist fyrir lagasetningunni, gagnrýnir lögreglu fyrir að setja vændiskaup ekki framar í forgangsröðina. 7. nóvember 2009 19:16 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Rukkar 20 þúsund fyrir samfarir Kaup nokkurra karlmanna á vændi eru til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið ákærður þótt hálft ár sé liðið frá því að vændiskaup voru bönnuð með lögum. Kolbrún Halldórsdóttir, ein þeirra sem barðist fyrir lagasetningunni, gagnrýnir lögreglu fyrir að setja vændiskaup ekki framar í forgangsröðina. 7. nóvember 2009 19:16