Innlent

Sex líkamsárásarmál í nótt

Mynd/Pjetur
Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og komu upp sex líkamsárásarmál en þau voru minniháttar, að sögn varðstjóra. Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Sex gistu fangageymslur lögreglu í nótt. Þá var töluvert um hávaðaútköll í heimahús.

Annars staðar virðist nóttin hafa verið með rólegra móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×