Innlent

Bjarni Ben: Ég er sár og svekktur

Heimir Már Helgason skrifar

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það komi fjarhagslega illa við flokkinn að þurfa að endurgreiða styrki frá FL Group og Landsbanka, en flokkurinn hafi hins vegar ekki efni á að endurgreiða þá ekki. Hann segist sár og svekktur yfir því að þetta mál kom upp.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins vísar til yfirlýsingar Geirs H. Haarde sem sagst hefur bera ábyrgð á þessum tveimur umdeildu styrkjum.

Bjarni segir að það hafi verið óbreyttir flokksmenn en ekki kjörnir fulltrúar sem óskuðu eftir styrkjunum.

Hann segist hundóánægður með þessa þróun mála.

„Ég er reiður og svekktur yfir þessu en ég læt þetta ekki buga mig."

Bjarni segir það koma illa við flokkinn fjárhagslega að greiða þessa styrki til baka.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.