Erlent

Verslun gagnrýnd fyrir að selja bjórkippuna á 144 krónur

Bjór í framleiðslu. Myndin er úr safni.
Bjór í framleiðslu. Myndin er úr safni.

Ódýr bjór, sem verslunarkeðja í Bretlandi selur, sætir harðri gagnrýni þar í landi en þar er hægt að kaupa kippu af bjór fyrir aðeins 144 krónur, eða 79 penní.

Verslunin er sökuð um að vera óábyrg í hegðun sinni með því að bjóða upp á svo ódýran bjór og að auki hvetja til unglingadrykkju þar í landi samkvæmt frétt sem finna má á vef The Daily Mail.

Þá eru samtök pöbbaeiganda illir út í lágt verð verslunarinnar í ljósi þess að þeir eiga erfiðara með að halda viðskiptavinum sínum inni á börunum.

Ástæðan fyrir því að bjórinn var seldur á svo lágu verði var vegna þess að hann reyndist vera kominn nálægt síðasta söludegi en verslunir í Bretlandi mega selja bjór undir kostnaðarverði.

Því vill ríkisstjórnin hinsvegar breyta til þess að sporna við unglingadrykkju þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×