Innlent

Dagur vill vegagerðina til borgarinnar

MYND/Valgarður Gíslason

Dagur B. Eggertsson fagnar ummælum Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra vegalög séu í endurskoðun með það fyrir augum að færa viðhald og nýbyggingu allra umferðarmannvirkja í þéttbýli alfarið yfir til sveitarfélaganna. Hann segist hafa nefnt þessa hugmynd fyrir tveimur árum en þá hafi Sturla talið hugmyndina fráleita.

Dagur segir það muni verða uppgrip fyrir sveitarfélögin ef vegaframkvæmdir í þéttbýli færast alfarið yfir til sveitarfélaganna með þeim tekjum sem því fylgir.

Sturla sagði í viðtali á Fréttavaktinni fyrir hádegi á NFS að endurskoðunin væri til komin vegna fenginnar reynslu af deilum um lagningu Sundabrautar. Hann sagði það hafa sýnt sig í ákvarðanatöku um legu Sundabrautar að framkvæmdir geti lent í pólitískri sjálfheldu ef ekki sé samstaða og full samvinna milli sveitarstjórnarstigsins og ríkisstjórnarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×