Innlent

Sást þú mótórhjól keyra aftan á rauðan gamlan bíl?

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Hjallabraut í Hafnarfirði, þriðjudaginn 13. september síðastliðinn. Óhappið varð til móts við innkeyrslu að húsum 7 til 25.

Þar lentu saman bifhjól og þriggja dyra fólksbifreið, rauð að lit, en ekki er vitað um tegundina en hún er þó talin vera gömul. Ökumaður bifreiðarinnar, sem mun hafa verið kvenmaður, ók austur Hjallabraut í sömu átt og ökumaður bifhjólsins. Á fyrrgreindum stað ók ökumaður bifhjólsins aftaná fólksbifreiðina.

Ökumaður fólksbifreiðarinnar er beðinn um að hafa samband við lögregluna svo og þeir vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×