Innlent

Gert að greiða ríkisstarfsmanni milljónir vegna starfslokasamnings

Maðurinn var varðstjóri á Keflavíkurflugvelli.
Maðurinn var varðstjóri á Keflavíkurflugvelli.
Íslenska ríkinu er gert að greiða fyrrverandi varðstjóra öryggisdeildar á Keflavíkurflugvelli 2,6 milljónir króna samkvæmt starfslokasamningi sem varðstjórinn gerði við þáverandi stjórnanda öryggisdeildarinnar árið 2008.

Ríkið vildi meina að þegar Isavia ohf. tók við öryggisgæslu embættisins í byrjun árs 2009, hafi það falið í sér yfirfærslu starfsmanna frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, sem þá sá um gæsluna, yfir til Keflavíkurflugvallar ohf. Því gilti samkomulagið ekki.

Þessu hafnar hinsvegar Héraðsdómur Reykjavíkur og telur því rétt að standa við samkomulagið sem starfsmaðurinn gerði áður en ríkið tók yfir gæsluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×