Innlent

Óbyggðahlaup á Vestfjörðum í sumar

Nýtt óbyggðahlaup verður háð á Vestfjörðum um miðjan júlí í sumar. Keppnin ber heitið Vesturgatan - víðavangshlaup Höfrungs og er hlaupið um 25 kílómetra leið. Frá þessu er sagt í vefriti Bæjarins besta. Leiðin liggur frá Stapadal í Arnarfirði, út í Lokinhamradal, fyrir Sléttanes og inn að Hrauni/Sveinseyri í Dýrafirði.

Hlaupaleiðin er að mestu við sjávarmál en hækkar og lækkar um nokkra tugi metra af og til. Að hlaupinu loknu verður síðan boðið upp á hressingu og sundferð og líklega sameiginlega máltíð að lokinni verðlaunaafhendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×