Innlent

Skoruðu á þýsk stjórnvöld og KSÍ vegna vændis tengdu HM

Fulltrúar kvennahreyfingarinnar á Íslandi afhentu í dag Knattspyrnusambandi Íslands áskorun vegna þess vændis og mansals sem fylgja mun heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í sumar. Það var formaður KSÍ sem tók við áskoruninni þar sem farið er fram á að sambandið mótmæli þeirri ofbeldisvæðingu sem felist í því að flytja tugþúsundir kvenna til Þýsklands frá Mið- og Austur-Evrópu til þess að stunda vændi á meðan HM fer fram. Var skorað á formanninn, Eggert Magnússon, að koma áskoruninni til Alþjóðaknattspyrnusambandsins en Eggert sagði að fjallað yrði um málið á stjórnarfundi KSÍ á morgun. Kvennahreyfingin afhenti einnig þýska sendiherranum áskorun um að axla félagslega ábyrgð og beita sér gegn mansali, en vændi er leyfilegt í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×