Innlent

Þjóðskrá fær alþjóðlega viðurkenningu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Haukur Ingibergsson er forstjóri Þjóðskrár.
Haukur Ingibergsson er forstjóri Þjóðskrár. Mynd/ Anton.
Alþjóðasamtök sérfræðinga á sviði fasteignamats (The International Association of Assessing Officers - IAAO) veittu Þjóðskrá Íslands í dag æðstu viðurkenningu sína fyrir aðferðir og tæknilega vinnu við nýtt fasteignamat á Íslandi. Þetta var tilkynnt á ársþingi samtakanna, sem stendur yfir í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum. Þjóðskrá deildi viðurkenningunni með matsstofnun í Seattle í Bandaríkjunum.

Örn Ingvarsson, framkvæmdastjóri mats- og hagsviðs Þjóðskrár Íslands, veitti viðurkenningunni viðtöku í Phoenix í dag, samkvæmt fréttatilkynningu frá Þjóðskrá. Haukur Ingibergsson, forstjóri Þjóðskrár, er einnig á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×