Belgíski miðjumaðurinn Eden Hazard lék líklega sinn síðasta leik með Lille í frönsku úrvalsdeildinni um helgina. Hann hefur verið orðaður við mörg stærstu lið Evrópu.
Hazard skoraði þrennu í 4-1 sigri Lille á Nancy en einn forráðamanna Lille sagði við Sky Sports að fjögur lið hafi áhuga á að kaupa hann.
„Ég er ekki viss um að hann sjálfir viti hvert hann muni fara. Þannig að við vitum lítið eins og er," sagði Frederic Paquet, framkvæmdarstjóri Lille. „Ég veit til þess að fjögur lið hafi áhuga á að kaupa hann og er það ekki undir okkur komið að segja honum hvert hann eigi að fara."
„Við vinnum náið saman í þessu máli og munum gera áfram. En nú bíðum við þess að hann velji á milli þessara fjögurra félaga."
Manchester City, Manchester United og Chelsea hafa öll verið sögð á höttunum eftir Hazard sem og Real Madrid á Spáni.
Fjögur lið á eftir Hazard
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

„Við viljum meira“
Fótbolti

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



