Innlent

Gjaldfrjálsir leikskólar í Reykjavík 2008

Leikskóladvöl í Reykjavík verður gjaldfrjáls haustið 2008 samkvæmt frumvarpi að þriggja ára áætlun um rekstur, fjárfestingar og fjármál Reykjavíkurborgar sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri lagði fram á fundi borgarráðs í dag. Skuldir borgarsjóðs verða áfram greiddar niður næstu árin samkvæmt áætluninni. Fyrir utan gjaldfrjálsa leikskólann eru það nýgerðir kjarasamningar og samdráttur í fjárfestingu þau atriði sem helst setja mark sitt á áætlanir borgaryfirvalda um rekstur borgarsjóðs næstu þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×