Fylkir fær 90 milljónir frá Reykjavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. maí 2012 16:30 Björn Gíslason, formaður Fylkis. Mynd/Valli Ákveðið var í borgarráði Reykjavíkur á föstudaginn að úthluta Fylki 90 milljónir króna fyrir byggingu nýrrar stúku við Fylkisvöll. Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma á milli Fylkis og borgarinnar og þá hefur KSÍ einnig átt hlut að máli. Fylkir fær 15 milljónir frá Mannvirkjasjóði KSÍ og segir í ákvörðun borgarráðs að bjóða skuli verkið út í alútboði þar sem hámarkskostnaður nemur 105 milljónum króna. Forráðamenn Fylkis höfðu áður látið gera teikningar af nýrri stúkubyggingu og áætlað að kostnaður hennar myndi nema um 150-160 milljónum króna. En nú er óvíst hvort að stuðst verði við þær teikningar, þar sem verkið fer í alútboð. „Hvort þessar teikningar verði hafðar til hliðsjónar verður að koma í ljós. En það væri besta leiðin að mínu mati," sagði Björn Gíslason, formaður Fylkis, við Vísi í dag. „En við erum engu að síður ánægðir með þetta og tökum jákvætt á þessu. Við sjáum hvað við komumst langt með þetta." Fylkir fær 45 milljónir á næsta ári og svo 45 milljónir árið 2014. En Björn segir að framkvæmdir geti hafist í haust en þær yrðu þá fjármagnaðar með lánsfé. „Við munum væntanlega gera fljótlega samning við borgina um þetta verkefni," bætti Björn við. Til stendur að stækka áhorfendapallana og fjölga þar með sætum á vellinum. Mun Fylkir sjá um þær framkvæmdir en til þess að fjármagna þær stendur nú yfir söfnun í hverfinu. Björn vonast til að tíu milljónir safnist í átakinu. „Við höfum leitað til íbúa og margir hafa lagt söfnuninni lið. Við erum í raun að selja hluti í stúkunni en hver hlutur kostar 36 þúsund krónur. Menn fá svo nafn sitt á heiðursskjöld sem verður reistur við hliðina á stúkunni," segir Björn og hvetur áhugasama til að setja sig í samband við íþróttafélagið Fylki vilji þeir leggja söfnuninni lið. Fylkir er nú á undanþágu frá KSÍ en leyfiskerfi sambandsins kveður á um að félög í efstu deild skulu vera með yfirbyggða stúku fyrir minnst helming sæta á vellinum. Björn vonast þó til að hægt verði að vera með yfirbyggingu fyrir öll sæti á vellinum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum. 9. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Sjá meira
Ákveðið var í borgarráði Reykjavíkur á föstudaginn að úthluta Fylki 90 milljónir króna fyrir byggingu nýrrar stúku við Fylkisvöll. Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma á milli Fylkis og borgarinnar og þá hefur KSÍ einnig átt hlut að máli. Fylkir fær 15 milljónir frá Mannvirkjasjóði KSÍ og segir í ákvörðun borgarráðs að bjóða skuli verkið út í alútboði þar sem hámarkskostnaður nemur 105 milljónum króna. Forráðamenn Fylkis höfðu áður látið gera teikningar af nýrri stúkubyggingu og áætlað að kostnaður hennar myndi nema um 150-160 milljónum króna. En nú er óvíst hvort að stuðst verði við þær teikningar, þar sem verkið fer í alútboð. „Hvort þessar teikningar verði hafðar til hliðsjónar verður að koma í ljós. En það væri besta leiðin að mínu mati," sagði Björn Gíslason, formaður Fylkis, við Vísi í dag. „En við erum engu að síður ánægðir með þetta og tökum jákvætt á þessu. Við sjáum hvað við komumst langt með þetta." Fylkir fær 45 milljónir á næsta ári og svo 45 milljónir árið 2014. En Björn segir að framkvæmdir geti hafist í haust en þær yrðu þá fjármagnaðar með lánsfé. „Við munum væntanlega gera fljótlega samning við borgina um þetta verkefni," bætti Björn við. Til stendur að stækka áhorfendapallana og fjölga þar með sætum á vellinum. Mun Fylkir sjá um þær framkvæmdir en til þess að fjármagna þær stendur nú yfir söfnun í hverfinu. Björn vonast til að tíu milljónir safnist í átakinu. „Við höfum leitað til íbúa og margir hafa lagt söfnuninni lið. Við erum í raun að selja hluti í stúkunni en hver hlutur kostar 36 þúsund krónur. Menn fá svo nafn sitt á heiðursskjöld sem verður reistur við hliðina á stúkunni," segir Björn og hvetur áhugasama til að setja sig í samband við íþróttafélagið Fylki vilji þeir leggja söfnuninni lið. Fylkir er nú á undanþágu frá KSÍ en leyfiskerfi sambandsins kveður á um að félög í efstu deild skulu vera með yfirbyggða stúku fyrir minnst helming sæta á vellinum. Björn vonast þó til að hægt verði að vera með yfirbyggingu fyrir öll sæti á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum. 9. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Sjá meira
Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum. 9. febrúar 2012 08:00