Fylkir fær 90 milljónir frá Reykjavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. maí 2012 16:30 Björn Gíslason, formaður Fylkis. Mynd/Valli Ákveðið var í borgarráði Reykjavíkur á föstudaginn að úthluta Fylki 90 milljónir króna fyrir byggingu nýrrar stúku við Fylkisvöll. Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma á milli Fylkis og borgarinnar og þá hefur KSÍ einnig átt hlut að máli. Fylkir fær 15 milljónir frá Mannvirkjasjóði KSÍ og segir í ákvörðun borgarráðs að bjóða skuli verkið út í alútboði þar sem hámarkskostnaður nemur 105 milljónum króna. Forráðamenn Fylkis höfðu áður látið gera teikningar af nýrri stúkubyggingu og áætlað að kostnaður hennar myndi nema um 150-160 milljónum króna. En nú er óvíst hvort að stuðst verði við þær teikningar, þar sem verkið fer í alútboð. „Hvort þessar teikningar verði hafðar til hliðsjónar verður að koma í ljós. En það væri besta leiðin að mínu mati," sagði Björn Gíslason, formaður Fylkis, við Vísi í dag. „En við erum engu að síður ánægðir með þetta og tökum jákvætt á þessu. Við sjáum hvað við komumst langt með þetta." Fylkir fær 45 milljónir á næsta ári og svo 45 milljónir árið 2014. En Björn segir að framkvæmdir geti hafist í haust en þær yrðu þá fjármagnaðar með lánsfé. „Við munum væntanlega gera fljótlega samning við borgina um þetta verkefni," bætti Björn við. Til stendur að stækka áhorfendapallana og fjölga þar með sætum á vellinum. Mun Fylkir sjá um þær framkvæmdir en til þess að fjármagna þær stendur nú yfir söfnun í hverfinu. Björn vonast til að tíu milljónir safnist í átakinu. „Við höfum leitað til íbúa og margir hafa lagt söfnuninni lið. Við erum í raun að selja hluti í stúkunni en hver hlutur kostar 36 þúsund krónur. Menn fá svo nafn sitt á heiðursskjöld sem verður reistur við hliðina á stúkunni," segir Björn og hvetur áhugasama til að setja sig í samband við íþróttafélagið Fylki vilji þeir leggja söfnuninni lið. Fylkir er nú á undanþágu frá KSÍ en leyfiskerfi sambandsins kveður á um að félög í efstu deild skulu vera með yfirbyggða stúku fyrir minnst helming sæta á vellinum. Björn vonast þó til að hægt verði að vera með yfirbyggingu fyrir öll sæti á vellinum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum. 9. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Ákveðið var í borgarráði Reykjavíkur á föstudaginn að úthluta Fylki 90 milljónir króna fyrir byggingu nýrrar stúku við Fylkisvöll. Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma á milli Fylkis og borgarinnar og þá hefur KSÍ einnig átt hlut að máli. Fylkir fær 15 milljónir frá Mannvirkjasjóði KSÍ og segir í ákvörðun borgarráðs að bjóða skuli verkið út í alútboði þar sem hámarkskostnaður nemur 105 milljónum króna. Forráðamenn Fylkis höfðu áður látið gera teikningar af nýrri stúkubyggingu og áætlað að kostnaður hennar myndi nema um 150-160 milljónum króna. En nú er óvíst hvort að stuðst verði við þær teikningar, þar sem verkið fer í alútboð. „Hvort þessar teikningar verði hafðar til hliðsjónar verður að koma í ljós. En það væri besta leiðin að mínu mati," sagði Björn Gíslason, formaður Fylkis, við Vísi í dag. „En við erum engu að síður ánægðir með þetta og tökum jákvætt á þessu. Við sjáum hvað við komumst langt með þetta." Fylkir fær 45 milljónir á næsta ári og svo 45 milljónir árið 2014. En Björn segir að framkvæmdir geti hafist í haust en þær yrðu þá fjármagnaðar með lánsfé. „Við munum væntanlega gera fljótlega samning við borgina um þetta verkefni," bætti Björn við. Til stendur að stækka áhorfendapallana og fjölga þar með sætum á vellinum. Mun Fylkir sjá um þær framkvæmdir en til þess að fjármagna þær stendur nú yfir söfnun í hverfinu. Björn vonast til að tíu milljónir safnist í átakinu. „Við höfum leitað til íbúa og margir hafa lagt söfnuninni lið. Við erum í raun að selja hluti í stúkunni en hver hlutur kostar 36 þúsund krónur. Menn fá svo nafn sitt á heiðursskjöld sem verður reistur við hliðina á stúkunni," segir Björn og hvetur áhugasama til að setja sig í samband við íþróttafélagið Fylki vilji þeir leggja söfnuninni lið. Fylkir er nú á undanþágu frá KSÍ en leyfiskerfi sambandsins kveður á um að félög í efstu deild skulu vera með yfirbyggða stúku fyrir minnst helming sæta á vellinum. Björn vonast þó til að hægt verði að vera með yfirbyggingu fyrir öll sæti á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum. 9. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum. 9. febrúar 2012 08:00