Birgitta óttast að fylgið þurrkist út og reynir að berja í brestina Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2016 11:44 Birgitta ritaði hvatninguna á vefsvæði Pírata. Vísir/Daníel „Höfum hugfast að í hvert skipti sem við beinum gremju eða andúð gagnvart hvert öðru þá erum við að skemmta skrattanum og sá stuðningur sem við höfum fengið mun hverfa eins og dögg fyrir sólu.“ Þetta segir þingmaðurinn Birgitta Jónsdóttir í færslu til Pírata en meintur samskiptavandi innan flokksins hefur verið fyrirferðamikill að undanförnu.Sjá einnig: Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Vísir greindi til að mynda frá því í gær þegar Birgitta sakaði kafteininn Helga Hrafn Gunnarsson um að fara með „stórkostlega mikla rangfærslu“ í tengslum við hugmyndir Pírata um stutt kjörtímabil. Þá viðurkenndi hún einnig að hafa beðið Helga sérstaklega um að fara ekki í viðtöl um ágreiningsmál innan flokksins.Sjá einnig: Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærsluAf viðbrögðum að dæma hefur færsla Birgittu fallið í kramið hjá Pírötum.Ljóst er að með þessari færslu vill Birgitta reyna að berja í brestina af ótta við að fylgi Pírata kunni annars að minnka. Þeim áhyggjum deila mörg flokkssystkin hennar sem ítrekað hafa kallað eftir því, á Pírataspjallinu og við færslur þingmanna flokksins á Facebook, að þeir finni lausn á vandanum. Færsla Birgittu er beint innlegg í þá umræðu en í færslunni skrifar hún að sama skapi: „Samfélagið okkar er í molum, verjum frekar tíma okkar í að leita raunverulegra lausna fyrir samfélagið í heild. Þjóðin okkar er orðin örmagna vegna þeirra sundrungar sem hér er alltaf alið á og er þekkt leið til að klekkja á samtakamætti þjóðar.“Sjá einnig: Helgi Hrafn segir að þurfi að leysa samskiptavanda innan Pírata Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þingmenn Pírata reyna að vinna bug á pirringnum innan flokksins. bæði Birgitta og Helgi Hrafn talið sig nauðbeygð til að ávarpa hann síðustu daga. Þannig sendi Birgitta opið bréf til Pírata þar sem hún baðst opinberlega afsökunar á sínum hlut í innanflokksdeilunum. Helgi Hrafn tjáði sig að sama skapi um málið og sagði að finna þyrfti leið til að „takast á við samskiptavanda af þessum toga,“ eins og hann orðaði það Tengdar fréttir Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50 Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54 Píratar fara ekki í ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitja líka á þingi Samþykktu ályktun í kosningakerfi flokksins um eina af forsendum ríkisstjórnarsamstarfs. 25. febrúar 2016 13:49 Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00 Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58 Píratar leggja til að opna nefndarfundi Samkvæmt nýju frumvarpi flokksins yrðu fundir jafnan haldnir í heyranda hljóði og sendir út á vefnum. 25. febrúar 2016 09:43 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
„Höfum hugfast að í hvert skipti sem við beinum gremju eða andúð gagnvart hvert öðru þá erum við að skemmta skrattanum og sá stuðningur sem við höfum fengið mun hverfa eins og dögg fyrir sólu.“ Þetta segir þingmaðurinn Birgitta Jónsdóttir í færslu til Pírata en meintur samskiptavandi innan flokksins hefur verið fyrirferðamikill að undanförnu.Sjá einnig: Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Vísir greindi til að mynda frá því í gær þegar Birgitta sakaði kafteininn Helga Hrafn Gunnarsson um að fara með „stórkostlega mikla rangfærslu“ í tengslum við hugmyndir Pírata um stutt kjörtímabil. Þá viðurkenndi hún einnig að hafa beðið Helga sérstaklega um að fara ekki í viðtöl um ágreiningsmál innan flokksins.Sjá einnig: Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærsluAf viðbrögðum að dæma hefur færsla Birgittu fallið í kramið hjá Pírötum.Ljóst er að með þessari færslu vill Birgitta reyna að berja í brestina af ótta við að fylgi Pírata kunni annars að minnka. Þeim áhyggjum deila mörg flokkssystkin hennar sem ítrekað hafa kallað eftir því, á Pírataspjallinu og við færslur þingmanna flokksins á Facebook, að þeir finni lausn á vandanum. Færsla Birgittu er beint innlegg í þá umræðu en í færslunni skrifar hún að sama skapi: „Samfélagið okkar er í molum, verjum frekar tíma okkar í að leita raunverulegra lausna fyrir samfélagið í heild. Þjóðin okkar er orðin örmagna vegna þeirra sundrungar sem hér er alltaf alið á og er þekkt leið til að klekkja á samtakamætti þjóðar.“Sjá einnig: Helgi Hrafn segir að þurfi að leysa samskiptavanda innan Pírata Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þingmenn Pírata reyna að vinna bug á pirringnum innan flokksins. bæði Birgitta og Helgi Hrafn talið sig nauðbeygð til að ávarpa hann síðustu daga. Þannig sendi Birgitta opið bréf til Pírata þar sem hún baðst opinberlega afsökunar á sínum hlut í innanflokksdeilunum. Helgi Hrafn tjáði sig að sama skapi um málið og sagði að finna þyrfti leið til að „takast á við samskiptavanda af þessum toga,“ eins og hann orðaði það
Tengdar fréttir Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50 Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54 Píratar fara ekki í ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitja líka á þingi Samþykktu ályktun í kosningakerfi flokksins um eina af forsendum ríkisstjórnarsamstarfs. 25. febrúar 2016 13:49 Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00 Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58 Píratar leggja til að opna nefndarfundi Samkvæmt nýju frumvarpi flokksins yrðu fundir jafnan haldnir í heyranda hljóði og sendir út á vefnum. 25. febrúar 2016 09:43 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Helgi Hrafn segir að leysa þurfi samskiptavanda innan Pírata „Hvernig við tölum um hvort annað er ekki í lagi,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. 24. febrúar 2016 08:50
Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Birgitta Jónsdóttir segist hafa beðið Helga Hrafn Gunnarsson sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi "því miður ekki virt.“ 27. febrúar 2016 19:54
Píratar fara ekki í ríkisstjórn þar sem ráðherrar sitja líka á þingi Samþykktu ályktun í kosningakerfi flokksins um eina af forsendum ríkisstjórnarsamstarfs. 25. febrúar 2016 13:49
Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson segir verkefnin vera í þinginu en ekki endilega í ríkisstjórn. 25. febrúar 2016 21:00
Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata Biður sérstaklega frjálshyggjumanninn Ólaf Evert afsökunar. 24. febrúar 2016 09:58
Píratar leggja til að opna nefndarfundi Samkvæmt nýju frumvarpi flokksins yrðu fundir jafnan haldnir í heyranda hljóði og sendir út á vefnum. 25. febrúar 2016 09:43