Birgitta sakar kafteininn um stórkostlega mikla rangfærslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2016 19:54 Birgitta Jónsdóttir segir Píratakafteininn, Helga Hrafn Gunnarsson, fara með „stórkostlega mikla rangfærslu“ um hugmyndir Pírata um stutt kjörtímabil. Þá segist hún hafa beðið hann sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi „því miður ekki virt.“ Tilefnið er viðtal Kjarnans við Helga Hrafn í dag þar sem hann ræðir hugmyndir Pírata fyrir komandi kjörtímabil, svo sem að ráðherrar skuli vera utan þings. Þar sagði hann að sama skapi að það væri misskilningur í gangi um að Píratar vilji styttra þing á næsta kjörtímabili. „Það er hins vegar Birgitta Jónsdóttir sem er á þeirri skoðun, en Helgi Hrafn undirstrikar að tillagan hafi verið felld á aðalfundi og að hann sé ekki sammála Birgittu í þessu máli,“ segir í viðtalinu.Sjá einnig: Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata„Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning frá félögum okkar í kosningakerfinu: Betri aðafundur um þau málefni sem Píratar vildu leggja áherslu á á aðalfundinum,“ segir Birgitta á Facebook og deilir fyrrnefndu viðtali við Helga. Hún segir það einnig vera stórkostlega mikla rangfærslu hjá Helga að tillagan hafi verið felld –„ henni var breytt smávægilega þar sem ákveðið var að hafa það opnara en ella að hafa þetta lengur en 9 mánuði, þetta er þó samkvæmt tillögunni ekki ályktun um lengra tímabil en eitt þing,“ segir Birgitta og bætir við til útskýringar; „Eitt þing er eitt ár og eitt kjörtímabil eru fjögur ár.“Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning...Posted by Birgitta Jónsdóttir on Saturday, 27 February 2016Töluverð umræða hefur skapast um þessa færslu Birgittu, jafnt á vegg hennar sem og á Pírataspjallinu. Þar blandar meðal annars leikarinn Stefán Sturla Sigurjónsson sér í málið og segist hafa miklar áhyggjur af því að fylgi kunni að rjátla af Pírötum fyrst forystusauðunum geti ekki komið betur saman. Birgitta svarar um hæl og segir að hún verði að geta útskýrt rangfærslur. Þá segist hún einnig hafa beðið Helga Hrafn að „taka ekki viðtöl um ágreiningsmál, hann hefur því miður ekki virt það,“ eins og hún orðar það.Sjá einnig: Helgi Hrafn segir að þurfi að leysa samskiptavanda innan PírataSvo virðist sem samskiptavandi hafi grasserað innan Pírata að undanförnu og hafa bæði Birgitta og Helgi Hrafn talið sig nauðbeygð til að ávarpa hann síðustu daga. Þannig sendi Birgitta opið bréf til Pírata þar sem hún baðst opinberlega afsökunar á sínum hlut í innanflokksdeilunum. Helgi Hrafn tjáði sig að sama skapi um málið og sagði að finna þyrfti leið til að „takast á við samskiptavanda af þessum toga,“ eins og hann orðaði það. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir segir Píratakafteininn, Helga Hrafn Gunnarsson, fara með „stórkostlega mikla rangfærslu“ um hugmyndir Pírata um stutt kjörtímabil. Þá segist hún hafa beðið hann sérstaklega um að fjalla ekki um ágreiningsmál innan flokksins – sem hann hafi „því miður ekki virt.“ Tilefnið er viðtal Kjarnans við Helga Hrafn í dag þar sem hann ræðir hugmyndir Pírata fyrir komandi kjörtímabil, svo sem að ráðherrar skuli vera utan þings. Þar sagði hann að sama skapi að það væri misskilningur í gangi um að Píratar vilji styttra þing á næsta kjörtímabili. „Það er hins vegar Birgitta Jónsdóttir sem er á þeirri skoðun, en Helgi Hrafn undirstrikar að tillagan hafi verið felld á aðalfundi og að hann sé ekki sammála Birgittu í þessu máli,“ segir í viðtalinu.Sjá einnig: Birgitta biðst afsökunar á sínum hlut í deilum innan Pírata„Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning frá félögum okkar í kosningakerfinu: Betri aðafundur um þau málefni sem Píratar vildu leggja áherslu á á aðalfundinum,“ segir Birgitta á Facebook og deilir fyrrnefndu viðtali við Helga. Hún segir það einnig vera stórkostlega mikla rangfærslu hjá Helga að tillagan hafi verið felld –„ henni var breytt smávægilega þar sem ákveðið var að hafa það opnara en ella að hafa þetta lengur en 9 mánuði, þetta er þó samkvæmt tillögunni ekki ályktun um lengra tímabil en eitt þing,“ segir Birgitta og bætir við til útskýringar; „Eitt þing er eitt ár og eitt kjörtímabil eru fjögur ár.“Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning...Posted by Birgitta Jónsdóttir on Saturday, 27 February 2016Töluverð umræða hefur skapast um þessa færslu Birgittu, jafnt á vegg hennar sem og á Pírataspjallinu. Þar blandar meðal annars leikarinn Stefán Sturla Sigurjónsson sér í málið og segist hafa miklar áhyggjur af því að fylgi kunni að rjátla af Pírötum fyrst forystusauðunum geti ekki komið betur saman. Birgitta svarar um hæl og segir að hún verði að geta útskýrt rangfærslur. Þá segist hún einnig hafa beðið Helga Hrafn að „taka ekki viðtöl um ágreiningsmál, hann hefur því miður ekki virt það,“ eins og hún orðar það.Sjá einnig: Helgi Hrafn segir að þurfi að leysa samskiptavanda innan PírataSvo virðist sem samskiptavandi hafi grasserað innan Pírata að undanförnu og hafa bæði Birgitta og Helgi Hrafn talið sig nauðbeygð til að ávarpa hann síðustu daga. Þannig sendi Birgitta opið bréf til Pírata þar sem hún baðst opinberlega afsökunar á sínum hlut í innanflokksdeilunum. Helgi Hrafn tjáði sig að sama skapi um málið og sagði að finna þyrfti leið til að „takast á við samskiptavanda af þessum toga,“ eins og hann orðaði það.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira