Enginn rekinn úr Vínarkórnum þótt hann fari í mútur Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2016 20:07 Stjórnandi Vínardrengjakórsins, sem hélt tvenna tónleika í Reykjavík um helgina, segir þennan heimsfræga kór opinn öllum drengjum sem vilji syngja. Kórinn hafi í fimm hundruð ára sögu sinni alið af sér mikinn fjölda af virtum tónlistarmönnum. Vínardrengjakórinn er í raun fjórir tuttugu og fimm drengja kórar stráka á aldrinum níu til fjórtán ára. Manolo Cagnin er Ítali og hefur stjórnað kórnum í sjö ár. Hann segir mörg frægustu tónskáld heims hafa komið að kórstarfinu í margra alda sögu hans.Sjá einnig: Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu „Margir stórkostlegir tónlistarmenn og tónskáld hafa unnið með kórnum. Schubert var kórdrengur á sínum tíma. Bæði Joseph og Michael Haydn unnu með kórnum. Mozart og Beethoven unnu með kórnum. Mikill fjöldi stórstjarna í tónlistarsögunni hefur unnið með Vínardrengjakórnum eða verið í kórnum sem drengir,“ segir Manolo. Í dag séu fyrrverandi kórdrengir víðs vegar um heiminn og á ýmsum sviðum tónlistarheimsins. Kórinn syngur jöfnum höndum klassísk verk, þjóðlög og popplög. Í tilefni heimsóknarinnar hingað til lands reyndu strákarnir sig á laginu Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen og fengu við það á æfingu í gær aðstoð frá Eddu Austmann söngkonu og markaðsstjóra Hörpu, eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan.Manolo segir að þrátt fyrir aga í tónlistaruppeldinu sé kórinn eins og samheldin fjölskylda og það séu t.d. engin endalok þótt strákarnir fari í mútur. Þeir fái þá bara stuðning og raddþjálfun. „Við höfum félagslegu hlutverki að gegna og það er líka mjög mikilvægt. Enginn yfirgefur kórinn minn vegna erfiðleika með röddina eða vegna þess að röddin er að breytast. Það er náttúran, það er eðlilegt og það er allt í lagi,“ segir Manolo Cagnin stjórnandi Vínardrengjakórsins. Tengdar fréttir Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu Íslenskur drengur syngur með Vínardrengjakórnum í Hörpu. Kórinn stofnaður um svipað leiti og Þjóðveldið leið undir lok á Íslandi. 27. febrúar 2016 20:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Stjórnandi Vínardrengjakórsins, sem hélt tvenna tónleika í Reykjavík um helgina, segir þennan heimsfræga kór opinn öllum drengjum sem vilji syngja. Kórinn hafi í fimm hundruð ára sögu sinni alið af sér mikinn fjölda af virtum tónlistarmönnum. Vínardrengjakórinn er í raun fjórir tuttugu og fimm drengja kórar stráka á aldrinum níu til fjórtán ára. Manolo Cagnin er Ítali og hefur stjórnað kórnum í sjö ár. Hann segir mörg frægustu tónskáld heims hafa komið að kórstarfinu í margra alda sögu hans.Sjá einnig: Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu „Margir stórkostlegir tónlistarmenn og tónskáld hafa unnið með kórnum. Schubert var kórdrengur á sínum tíma. Bæði Joseph og Michael Haydn unnu með kórnum. Mozart og Beethoven unnu með kórnum. Mikill fjöldi stórstjarna í tónlistarsögunni hefur unnið með Vínardrengjakórnum eða verið í kórnum sem drengir,“ segir Manolo. Í dag séu fyrrverandi kórdrengir víðs vegar um heiminn og á ýmsum sviðum tónlistarheimsins. Kórinn syngur jöfnum höndum klassísk verk, þjóðlög og popplög. Í tilefni heimsóknarinnar hingað til lands reyndu strákarnir sig á laginu Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen og fengu við það á æfingu í gær aðstoð frá Eddu Austmann söngkonu og markaðsstjóra Hörpu, eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan.Manolo segir að þrátt fyrir aga í tónlistaruppeldinu sé kórinn eins og samheldin fjölskylda og það séu t.d. engin endalok þótt strákarnir fari í mútur. Þeir fái þá bara stuðning og raddþjálfun. „Við höfum félagslegu hlutverki að gegna og það er líka mjög mikilvægt. Enginn yfirgefur kórinn minn vegna erfiðleika með röddina eða vegna þess að röddin er að breytast. Það er náttúran, það er eðlilegt og það er allt í lagi,“ segir Manolo Cagnin stjórnandi Vínardrengjakórsins.
Tengdar fréttir Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu Íslenskur drengur syngur með Vínardrengjakórnum í Hörpu. Kórinn stofnaður um svipað leiti og Þjóðveldið leið undir lok á Íslandi. 27. febrúar 2016 20:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu Íslenskur drengur syngur með Vínardrengjakórnum í Hörpu. Kórinn stofnaður um svipað leiti og Þjóðveldið leið undir lok á Íslandi. 27. febrúar 2016 20:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent