Enginn rekinn úr Vínarkórnum þótt hann fari í mútur Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2016 20:07 Stjórnandi Vínardrengjakórsins, sem hélt tvenna tónleika í Reykjavík um helgina, segir þennan heimsfræga kór opinn öllum drengjum sem vilji syngja. Kórinn hafi í fimm hundruð ára sögu sinni alið af sér mikinn fjölda af virtum tónlistarmönnum. Vínardrengjakórinn er í raun fjórir tuttugu og fimm drengja kórar stráka á aldrinum níu til fjórtán ára. Manolo Cagnin er Ítali og hefur stjórnað kórnum í sjö ár. Hann segir mörg frægustu tónskáld heims hafa komið að kórstarfinu í margra alda sögu hans.Sjá einnig: Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu „Margir stórkostlegir tónlistarmenn og tónskáld hafa unnið með kórnum. Schubert var kórdrengur á sínum tíma. Bæði Joseph og Michael Haydn unnu með kórnum. Mozart og Beethoven unnu með kórnum. Mikill fjöldi stórstjarna í tónlistarsögunni hefur unnið með Vínardrengjakórnum eða verið í kórnum sem drengir,“ segir Manolo. Í dag séu fyrrverandi kórdrengir víðs vegar um heiminn og á ýmsum sviðum tónlistarheimsins. Kórinn syngur jöfnum höndum klassísk verk, þjóðlög og popplög. Í tilefni heimsóknarinnar hingað til lands reyndu strákarnir sig á laginu Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen og fengu við það á æfingu í gær aðstoð frá Eddu Austmann söngkonu og markaðsstjóra Hörpu, eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan.Manolo segir að þrátt fyrir aga í tónlistaruppeldinu sé kórinn eins og samheldin fjölskylda og það séu t.d. engin endalok þótt strákarnir fari í mútur. Þeir fái þá bara stuðning og raddþjálfun. „Við höfum félagslegu hlutverki að gegna og það er líka mjög mikilvægt. Enginn yfirgefur kórinn minn vegna erfiðleika með röddina eða vegna þess að röddin er að breytast. Það er náttúran, það er eðlilegt og það er allt í lagi,“ segir Manolo Cagnin stjórnandi Vínardrengjakórsins. Tengdar fréttir Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu Íslenskur drengur syngur með Vínardrengjakórnum í Hörpu. Kórinn stofnaður um svipað leiti og Þjóðveldið leið undir lok á Íslandi. 27. febrúar 2016 20:00 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Stjórnandi Vínardrengjakórsins, sem hélt tvenna tónleika í Reykjavík um helgina, segir þennan heimsfræga kór opinn öllum drengjum sem vilji syngja. Kórinn hafi í fimm hundruð ára sögu sinni alið af sér mikinn fjölda af virtum tónlistarmönnum. Vínardrengjakórinn er í raun fjórir tuttugu og fimm drengja kórar stráka á aldrinum níu til fjórtán ára. Manolo Cagnin er Ítali og hefur stjórnað kórnum í sjö ár. Hann segir mörg frægustu tónskáld heims hafa komið að kórstarfinu í margra alda sögu hans.Sjá einnig: Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu „Margir stórkostlegir tónlistarmenn og tónskáld hafa unnið með kórnum. Schubert var kórdrengur á sínum tíma. Bæði Joseph og Michael Haydn unnu með kórnum. Mozart og Beethoven unnu með kórnum. Mikill fjöldi stórstjarna í tónlistarsögunni hefur unnið með Vínardrengjakórnum eða verið í kórnum sem drengir,“ segir Manolo. Í dag séu fyrrverandi kórdrengir víðs vegar um heiminn og á ýmsum sviðum tónlistarheimsins. Kórinn syngur jöfnum höndum klassísk verk, þjóðlög og popplög. Í tilefni heimsóknarinnar hingað til lands reyndu strákarnir sig á laginu Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen og fengu við það á æfingu í gær aðstoð frá Eddu Austmann söngkonu og markaðsstjóra Hörpu, eins og sjá má í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan.Manolo segir að þrátt fyrir aga í tónlistaruppeldinu sé kórinn eins og samheldin fjölskylda og það séu t.d. engin endalok þótt strákarnir fari í mútur. Þeir fái þá bara stuðning og raddþjálfun. „Við höfum félagslegu hlutverki að gegna og það er líka mjög mikilvægt. Enginn yfirgefur kórinn minn vegna erfiðleika með röddina eða vegna þess að röddin er að breytast. Það er náttúran, það er eðlilegt og það er allt í lagi,“ segir Manolo Cagnin stjórnandi Vínardrengjakórsins.
Tengdar fréttir Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu Íslenskur drengur syngur með Vínardrengjakórnum í Hörpu. Kórinn stofnaður um svipað leiti og Þjóðveldið leið undir lok á Íslandi. 27. febrúar 2016 20:00 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Englaraddir Vínardrengja óma í Hörpu Íslenskur drengur syngur með Vínardrengjakórnum í Hörpu. Kórinn stofnaður um svipað leiti og Þjóðveldið leið undir lok á Íslandi. 27. febrúar 2016 20:00